Innlent

Lítils háttar aukin áhætta en þó engin hætta

Trén eru fyrir Flugrekstrarstjóri flugfélagsins Arna segir að vissulega fylgi því aukin áhætta að aðflugið að austur-vesturflugbraut sé nú brattara en vant er, vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð.Fréttablaðið/Vilhelm
Trén eru fyrir Flugrekstrarstjóri flugfélagsins Arna segir að vissulega fylgi því aukin áhætta að aðflugið að austur-vesturflugbraut sé nú brattara en vant er, vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð.Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég myndi ekki segja að hætta hafi skapast, en af þessu er sannarlega lítilsháttar aukin áhætta,“ segir Ingimar Sigurðarson, flugrekstrarstjóri Flugfélagsins Arna. Aðflug að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar hefur á þessu ári verið brattara en vanalegt er vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð.

Umhverfissvið Reykjavíkur hafnaði nýverið beiðni Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, um að einstök tré verði lækkuð þar sem þau skaga upp í hindrunarflöt aðflugs að austur-vesturflugbraut flugvallarins.

„Trén eru orðin of há til þess að hægt sé að fljúga yfir brautina á eðlilegan hátt. Aðflugið er brattara og því er í raun og veru búið að stytta brautina til notkunar fyrir okkur. Þetta breytir engu stórkostlegu, en hefur sannarlega einhver áhrif.“

Ingimar segir ljóst að við óbreytt ástand komi að þeim tímapunkti að ekki verði lengur við unað, hvort sem það er eftir tvö, fimm eða tíu ár. „Okkar vélar þurfa tiltölulega langa flugbraut. Ef ekkert verður að gert kemur að því að við þurfum að takmarka notkun á þessari braut, þegar vissar veðuraðstæður skapast, og takmarka þannig þjónustu við okkar viðskiptavini.“ - hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×