Innlent

Skipverjar smygluðu víni og vindlingum

Hluti af smyglinu sem tollgæslan fann um borð í Goðafossi.
Hluti af smyglinu sem tollgæslan fann um borð í Goðafossi.
Tollgæslan fann þriðjudaginn 13. desember talsvert magn af smyglvarningi í flutningaskipinu Goðafossi við komu þess til landsins.

Alls tóku níu tollverðir þátt í aðgerðinni. Þeir lögðu hald á smyglvarninginn, sem reyndist vera um þrjátíu karton af vindlingum, þrjátíu lítrar af sterku víni, tæplega tíu lítrar af bjór og þrír lítrar af léttvíni. Níu skipverjar hafa viðurkennt að eiga varninginn og telst málið upplýst. Tollgæslan gerir árlega upptækt mikið magn af ólöglega innfluttum varningi sem reynt er að smygla til landsins. Mörg þessara mála upplýsast eingöngu vegna aðstoðar almennings.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×