Endurreistu gamla saltgerð fyrir vestan 16. desember 2011 07:30 stoltur Merki og umbúðir Saltverksins eru hönnuð af Geir Ólafssyni og Þorleifi Gunnari Gíslasyni. Yngvi Eiríksson er ánægður með útkomuna. fréttablaðið/GVA Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Þrír 27 ára frumkvöðlar hafa sett nýtt salt á markað sem þeir framleiða á gömlum söltunarstað á Vestfjörðum. Erfiðar aðstæður, mikil vinna og slys settu aldrei strik í reikninginn, því saltararnir voru ákveðnir í að láta nýsköpunardrauminn rætast. „Tilfinningin er frábær,“ segir Yngvi Eiríksson, einn þriggja frumkvöðla sem í vikunni kynntu vestfirskt kristalsjávarsalt sitt í verslunum í fyrsta sinn, undir nafninu Saltverk Reykjaness. Yngvi, Garðar Stefánsson og Björn Steinar Jónsson hafa unnið hart að því undanfarna mánuði að láta drauminn rætast, en nýsköpunarhugmyndina fékk Yngvi fyrir þremur árum. „Kristalsjávarsalt er mjög vinsælt úti um allan heim og er til á mjög mörgum heimilum – mér fannst vanta íslenska útgáfu af því. Við höfum allir mikinn áhuga á matargerð þannig að við ákváðum að skoða möguleikann á að gera þetta bara sjálfir,“ segir Yngvi. Eftir mikla rannsóknarvinnu, nýsköpunarstyrki og mastersritgerð sem Garðar skrifaði um verkefnið, fundu þremenningarnir sér aðstöðu til söltunarinnar. Sú var yfirgefið fiskeldi á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, en á síðari hluta 18. aldar var einmitt saltframleiðsla á staðnum. „Við fórum kannski ekki auðveldustu leiðina með því að velja að vera fyrir vestan, við hefðum getað gert hlutina á auðveldari hátt. En við höfðum svo mikla trú á staðsetningunni, bæði út af sögunni og hreinleikanum á svæðinu. Viðtökurnar þar hafa líka verið alveg frábærar og við erum afskaplega þakklátir fyrir það og hjálpina sem okkur hefur boðist,“ segir Yngvi, sem flutti á Vestfirði í sumar til að koma saltverkinu í stand og hefja framleiðsluna. Saltararnir hafa haldið úti vefsíðu og leyft almenningi að fylgjast með ferlinu, en á meðal þess sem þurfti að gera var að koma heitu vatni á húsið sem hafði staðið yfirgefið í 20 ár, smíða gríðarstóra stálpönnu fyrir sjávarsuðuna og koma upp kerfi til þess að hægt væri að dæla upp sjó úr Ísafjarðardjúpi. Hindranirnar hafa verið þó nokkrar, Garðar brenndist illa á fæti og stálpannan var veðurteppt á Ísafirði, en strákarnir hafa ekki látið það stöðva sig. „Það hefur mikið gengið á en sem betur fer hefur okkur tekist að leysa allt og höfum ekki gefist upp. Hugmyndin um uppgjöf hefur kannski læðst að manni, en það er svo veik tilfinning að gefast upp. Við höfum miklu sterkari vilja til þess að láta þetta heppnast.“ Mikil vinna hefur verið lögð í ímynd vörunnar á sama tíma og framleiðslan var undirbúin, en ætlunin er að markaðssetja saltið sem íslenska, umhverfisvæna hágæðavöru. Vörumerki fyrirtækisins og umbúðir saltsins voru hönnuð af íslenskum hönnuðum. Yngvi segir næsta skref vera að auka framleiðslugetuna og koma saltinu í fleiri verslanir á landinu, en eins og er fæst það í Melabúðinni og Búrinu og í næstu viku mun það fást í verslunum á Vestfjörðum. „Það var frábært að koma vörunni frá sér og við erum ótrúlega stoltir. En einhver líkti þessu við að eiga barn – nú er barnið fætt en allt uppeldið er eftir. Vinnan heldur áfram en við erum ákveðnir, höfum mikla ástríðu fyrir þessu og erum tilbúnir til að leggja ýmislegt á okkur til að láta þetta ganga.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira