Lífið

Faldi drykkjuna fyrir mömmu

Amy Winehouse lét áfengið alveg í friði þegar mamma hennar var einhvers staðar í nágrenninu. nordicphotos/Getty
Amy Winehouse lét áfengið alveg í friði þegar mamma hennar var einhvers staðar í nágrenninu. nordicphotos/Getty
Mamma Amy Winehouse hefur rætt um fráfall dóttur sinnar. Hún segir að Amy hafi ekki drukkið fyrir framan sig af virðingu við fjölskylduna.

Enska söngkonan Amy Winehouse gat aldrei drukkið áfengi fyrir framan móður sína, hún bar einfaldlega of mikla virðingu fyrir henni. Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Mail. Söngkonan, sem fannst látin á heimili sínu í júní á þessu ári, átti lengi við áfengis- og vímuefnafíkn að stríða og lést af ofneyslu áfengis.

Hún lét hins vegar flöskuna vera þegar mamma hennar var á svæðinu. „Hún hataði sjálfa sig þegar hún var drukkin, hún vildi vera við stjórn og þoldi ekki hvernig áfengið fór með sig. Hún gat verið án Bakkusar í nokkrar vikur en svo féll hún. Hún var bara lítið barn sem kunni ekki að forðast brunninn,“ hefur Daily Mail eftir mömmunni, Janis. „Hún drakk hins vegar aldrei fyrir framan mig, þá lét hún það alveg í friði. Hún spurði mig jafnvel leyfis áður en hún kveikti sér í sígarettu. Hún elskaði og virti fjölskylduna sína svo mikið.“

Janis segir að dóttir sín hafi einfaldlega verið of veikbyggð til að þola allt þetta áfengi og það hafi á endanum dregið hana til dauða. „Allir vilja eiga friðsælan dauða og ég vona svo sannarlega að hún Amy mín hafi sofnað og bara ekki vaknað aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.