Lífið

Djúpið enn á dagskrá hjá Nyqvist

Mikael Nyqvist hefur enn í hyggju að setja upp og leika einleik Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, þrátt fyrir miklar annir í Hollywood. Hann vill setja það upp í litlum sænskum sjávarplássum.
Mikael Nyqvist hefur enn í hyggju að setja upp og leika einleik Jóns Atla Jónassonar, Djúpið, þrátt fyrir miklar annir í Hollywood. Hann vill setja það upp í litlum sænskum sjávarplássum.
„Við erum ennþá í góðu sambandi og hann hefur fullan hug á því að gera þetta. Ég heyrði síðast í honum fyrir mánuði síðan. Þetta snýst núna allt um tímasetningar," segir Jón Atli Jónasson, leikskáld og rithöfundur. Sænski leikarinn Mikael Nyqvist hefur enn í hyggju að setja einleik Jóns Atla, Djúpið, á svið í Svíþjóð.

Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir ári heillaðist Nyqvist af verki Jóns Atla. En svo gripu örlögin í taumana, frammistaða Nyqvist í Millennium-þríleiknum vakti athygli um allan heim og hann landaði hlutverki skúrksins í fjórðu Mission: Impossible-myndinni. Og hefur ekki litið til baka síðan. „Hann er að hamra járnið á meðan það er heitt þarna úti," segir Jón Atli en bætir því við að Nyqvist vilji setja verkið upp í litlum sænskum sjávarplássum. „Mér líst mjög vel á þær hugmyndir. Nyqvist er einn besti sviðsleikari sem ég hef séð."

Djúpið var frumsýnt í Danmörku í gærkvöldi en þar leikur einn fremsti sviðsleikari Dana, Olaf Johannesen, undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar en sýningin er í tilefni af þingi Norðurlandaráðs. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.