Lífið

Velgengni Twilight-leikara meitluð í stein

Robert Pattinson, Kristen Stewart og Taylor Lautner stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Nordicphotos/Getty
Robert Pattinson, Kristen Stewart og Taylor Lautner stilla sér upp fyrir ljósmyndara. Nordicphotos/Getty
Velgengni leikaranna ungu úr Twilight-þríleiknum var á fimmtudag meitluð í stein þegar þau fengu handaför sín steypt á Hollywood Boulevard. Þetta þykir einn mesti heiður sem leikurum hlotnast í kvikmyndaborginni og voru þau Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner að vonum ánægð með athöfnina.

„Þetta er hálfógnvekjandi, þetta er svo rosalega mikillheiður. Við erum svo ung. Þetta er fáránlegt og æðislegt á sama tíma,“ sagði Pattinson við blaðamenn. Loka þurfti breiðgötunni í lengri tíma vegna fjölda aðdáenda sem flykktust á staðinn til að fylgjast með átrúnaðargoðum sínum. Twilight-myndirnar hafa notið gríðarlegra vinsælda og nú fer biðinni eftir lokum þríleiksins að ljúka, því þriðja og síðasta myndin, Breaking Dawn, kemur í kvikmyndahús vestanhafs hinn 18. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.