Lífið

Klippti sig stutt fyrir Heath Ledger

Michelle Williams segist ánægð með hárgreiðsluna sína og að hún hafi upphaflega klippt sig fyrir Heath Ledger.nordicphotos/getty
Michelle Williams segist ánægð með hárgreiðsluna sína og að hún hafi upphaflega klippt sig fyrir Heath Ledger.nordicphotos/getty
Michelle Williams sagði í nýlegu viðtali að hún klippti hárið á sér stutt meðal annars til að heiðra minningu Heaths Ledger. Williams og Ledger voru par frá árinu 2004 til ársins 2007 og eiga saman dótturina Matildu Rose.

Williams segir fáa karlmenn hrifna af hárgreiðslunni og að það séu aðallega konur og samkynhneigðir karlmenn sem hrósi henni fyrir drengjakollinn. „Ég kann vel við greiðsluna og mér finnst hún fara mér vel. Það er líka mjög langt síðan ég var með sítt hár, ein fimm ár. Eina fólkið sem hrósar mér fyrir greiðsluna er samkynhneigðir karlmenn og vinkonur mínar. Gagnkynhneigðir karlmenn eru almennt ekki hrifnir af stuttu hári. Upphaflega klippti ég mig stutt fyrir eina manninn sem ég þekki sem kann að meta stutt hár á konum. Og ég held áfram að klippa það stutt til að heiðra minningu hans,“ sagði leikkonan í viðtali við breska Elle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.