Lífið

Fimm uppáhaldskjólar Rakelar Mjallar

Rakel Mjöll í fyrsta kjólnum.
Rakel Mjöll í fyrsta kjólnum. Fréttablaðið/Stefán
Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Útidúr, á marga fallega kjóla og þá sérstaklega sviðskjóla. Hún kveðst hrifnust af kvenlegum sniðum og segir uppáhaldsverslunina sína vera "vintage" búð sem hún rakst á í Pittsburgh.



1. kjóll

"Þennan kjól saumaði Ragna Sigríður Bjarnadóttir, vinkona mín, á mig fyrir Airwaves-hátíðina í ár. Hún er að læra fatahönnun við LHÍ og hefur saumað mikið á mig í gegnum árin.

Ég klæddist þessum kjól þegar Útidúr kom fram í Iðnó og hann var hannaður sérstaklega fyrir það tilefni. Þetta er ekki kjóll sem ég mundi nota hversdags enda er þetta meira hugsað sem sviðskjóll."

Annar kjóll.


2. kjóll


„Kjólinn fékk ég í verslun Rauða krossins. Hann var miklu síðari og minnti svolítið á brúðarkjól en ég klippti helminginn af honum og nota svo hinn helminginn í annað.

Þetta er kjóll sem ég nota aðeins á sviði, eini gallinn við hann er að ég á það til í að festa mig í strengnum á gítarnum hans Gunnars, sem er með mér í Útidúr, og hann hefur flogið í fiðlurnar líka."

Þriðji kjóll.


3. kjóll


„Þessi kjóll er eftir Mariu Cornejo, hönnuð frá Brooklyn. Hún hannaði þennan kjól á mig og annan eins á systur mína fyrir það þegar við komum fram í Carnegie Museum.

Þetta er sannkallaður gyðjukjóll og hann er metinn á 200 þúsund krónur og mér þykir mjög vænt um hann. Ég hef klæðst honum í brúðkaup en þess utan hef ég lítið notað hann því hann er svo rosalega fínn."

Fjórði kjóll.


4. kjóll


„Þessi kjóll er líka úr smiðju Rögnu, vinkonu minnar. Þetta var Airwaves-kjóllinn árið 2009 og ég var í honum þegar ég kom fram með hljómsveitinni Sykur.

Mér líður alltaf svolítið eins og Batman í þessum kjól því hliðin á honum er fest upp eins og vængur. Það kemur ofsalega vel út á sviði en virkar ekki jafn vel við önnur tækifæri. Ragna hefur hannað á mig kjóla allt frá því að ég var 16 ára gömul og tók þátt í söngvakeppnum."

Fimmti kjóll.


5. kjóll


„Þessi kjóll er frá árinu 1940 og ég keypti hann í „vintage" verslun í Pittsburgh. Ég og systir mín komum fram með Ragnari Kjartanssyni í Carnegie Museum og í heilan mánuð fengum við aðeins tvo frídaga, öðrum þeirra eyddum við í fyrrnefndri „vintage" búð.

Elsta flíkin þar inni var frá 1880 og sú nýjasta frá 1980. Kjóllinn er í algjöru uppáhaldi bæði því að sniðið er svo fallegt og svo finnst mér efnið líka skemmtilegt. Sem betur fer fer ég aftur út í mars og þá ætla ég að kaupa meira í sömu búð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.