Lífið

Bono skilur þá sem hata hann og U2

The Edge og Bono á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í sumar.
fréttablaðið/AP
The Edge og Bono á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í sumar. fréttablaðið/AP nordicphotos/getty
Bono, söngvari hljómsveitarinnar U2, kveðst skilja hvers vegna svo margir hata hann eins og raun ber vitni. Hann segist vita að hann muni aldrei geta verið allra.

Söngvarinn segir að það sem sumt fólk hati við hann sé það sama og veki áhuga annarra. „Við erum bæði mest elskaða og mest hataða hljómsveit í heiminum. Margar af ástæðum þess að fólk þolir okkur ekki – fyrir utan sjálfan mig, sem ég skil því ég þarf að þola mig sjálfur – eru einmitt þær sem gera okkur spennandi,“ segir Bono.

Sem dæmi um þetta nefnir hann hugrekkið, hvað bandið sé leitandi í sköpun sinni og óhrætt við að gera mistök opinberlega. „Sú djörfung að halda að þú getir skipt þér af hlutum eins og niðurfellingu skulda og fá að heyra það hjá vinum þínum fyrir vikið.“

Bono segist skilja að sumir fái æluna upp í kok þegar myndir birtast af U2-mönnum að taka í spaðann á stjórnmálamönnum eða þegar liðsmenn sveitarinnar tala um trúmál. Hann segir jafnframt að markmiðið með U2 sé alltaf að gera eitthvað nýtt en er þó ekki viss um að það takist alltaf. „Hin andlega kennisetning sem líf mitt – og þessarar hljómsveitar – byggist á er endurfæðing, að maður geri ekki sömu mistökin aftur og aftur. En ég óttast að það sé einmitt það sem ég geri alltaf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.