Lífið

Gettu betur línurnar lagðar

Edda Hermannsdóttir.
Edda Hermannsdóttir. Mynd/Valgarður
Greint var frá því nýverið að gerðar yrðu breytingar á skipulagi skemmtiþáttarins vinsæla Gettu betur á næsta ári. Dómarar verða tveir í stað eins áður en embætti stigavarðar hefur verið lagt niður.

Þau Örn Úlfar Sævarsson dómari og Edda Hermannsdóttir spyrill verða áfram við völd í þættinum en við bætist Þórhildur Ólafsdóttir fréttakona, sem verður meðdómari Arnar. Þórhildur er búsett á Akureyri og gerðu Örn Úlfar og Edda, sem er einmitt frá Akureyri, sér ferð norður um helgina til að leggja línurnar fyrir komandi spurningavertíð.

Hafa þau væntanlega notið liðsinnis sambýlismanns Þórhildar, Sveins H. Guðmarssonar, sem var dómari í Gettu betur árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.