Lífið

50 Cent í hlutverki melludólgs Vanessu Hudgens

Vanessa Hudgens leikur með 50 Cent í mynd um morðóðan melludólg.
Vanessa Hudgens leikur með 50 Cent í mynd um morðóðan melludólg.
Rapparinn og leikarinn 50 Cent leikur melludólg í myndinni Frozen Ground, sem er væntanleg í kvikmyndahús á næsta ári. Hún fjallar um bakarann og veiðimanninn Robert Hansen, sem myrti fleiri en 20 vændiskonur í Alaska á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Vanessa Hudgens, Nicolas Cage og John Cusack fara einnig með hlutverki í myndinni. „Ég leik melludólg Vanessu Hudgens í myndinni,“ sagði 50 Cent nýlega á blaðamannafundi um myndina. „Ég er búinn að leggja mjög hart að mér. Þetta er áhugavert verkefni og byggt á sannri sögu, þannig að það er mikið til af upplýsingum sem ég get notað til að móta persónu mína.“

Hudgens er einnig afar spennt fyrir hlutverki sínu. „Leikararnir í myndinni eru ótrúlegir,“ sagði hún. „Þetta hlutverk er gríðarlega krefjandi og ólíkt öðrum hlutverkum sem ég hef tekið að mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.