Damon Albarn og David Byrne á plötu Ghostigital 7. október 2011 16:45 Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen fengu góða gesti til liðs við sig við upptökur á nýju plötunni, þar á meðal David Byrne og Damon Albarn. fréttablaðið/valli Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið