Damon Albarn og David Byrne á plötu Ghostigital 7. október 2011 16:45 Einar Örn Benediktsson og Curver Thoroddsen fengu góða gesti til liðs við sig við upptökur á nýju plötunni, þar á meðal David Byrne og Damon Albarn. fréttablaðið/valli Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Tónlistarmennirnir heimsþekktu David Byrne og Damon Albarn eru á meðal góðra gesta á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar Ghostigital, Division of Culture and Turism. „Byrne kom hingað til lands einhvern tímann og þá spurði ég hvort hann væri ekki til í að vera með okkur á plötu og hann sagði: „Já, endilega“,“ segir Einar Örn. „Við létum hann fá lagið [Dreamland] og hann fór með það heim, kláraði og sendi.“ Sykurmolinn fyrrverandi er að sjálfsögðu ánægður með samstarfið við Byrne, sem er þekktur sem fyrrverandi forsprakki hljómsveitarinnar Talking Heads. „Þetta er þrusuflott sem hann gerir. Hann er algjört æði.“ Einar Örn og Íslandsvinurinn Damon Albarn hafa lengi verið vinir. „Ég var að spila fyrir hann grunnana og sýna honum hvað við værum að gera. Þá sagði hann: „Má ég fá eitt lag?“ Ég sendi honum þrjú lög og hann valdi eitt og spilar á píanó í því.“ Einar Örn hafði áður sungið fyrir Albarn í lagi sem átti að hljóma á plötu Gorillaz, Plastic Beach. „Þeir sáu sóma sinn í að nota mig ekki í lokaútgáfunni. Ég var inni á kynningarmyndunum, teiknaður inn sem páfagaukur, þannig að ég notaði ekki allt píanóið sem hann gerði fyrir mig, bara til að ná mér niðri á honum.“ Aðrir gestir á plötu Ghostigital eru King Buzzo úr bandarísku hljómsveitinni Melvins, Alan Vega úr hinni áhrifamiklu sveit Suicide, rapparinn Sensational og Nick Zinner, gítarleikari Yeah Yeah Yeahs. Þeim síðastnefnda kynntist Einar Örn þegar þeir fóru saman til Eþíópíu í fyrra ásamt tónlistarmönnum á borð við Alex Kapranos úr Franz Ferdinand og þeim Flea og Josh Klinghoffer úr Red Hot Chili Peppers. Verkefnið nefnist African Express og í því eru ólíkir tónlistarmenn leiddir saman. Um nokkurs konar andsvar við hátíðinni Band Aid er að ræða þar sem lögð er áhersla á að draga upp jákvæða ímynd af Eþíópíu. „Við spiluðum einn konsert saman, ég, Flea og Klinghoffer. Þetta var alveg stórkostlegt. Ég söng með þeim tveimur og Flea sagði að það hefði verið alveg magnað að hafa tekið þátt í þessu.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira