Lífið

Boyle hefur augastað á Firth

Danny Boyle vill fá Colin Firth til að leika þjóf í sinni nýjustu mynd, Trance. Scarlett Johansson kemur sterklega til greina í aðalkvenhlutverkið.
Danny Boyle vill fá Colin Firth til að leika þjóf í sinni nýjustu mynd, Trance. Scarlett Johansson kemur sterklega til greina í aðalkvenhlutverkið.
LONDON, ENGLAND - OCTOBER 25: Actor Colin Firth attends the Times BFI 53rd London Film Festival at BFI Southbank on October 25, 2009 in London, England. (Photo by Samir Hussein/Getty Images) Colin Firth
Danny Boyle er að safna liði fyrir kvikmynd sína Trance en leikstjórinn hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár með kvikmyndum sínum Slumdog Millionaire og 127 Hours.

Boyle var sagður hafa náð samkomulagi við írska leikarann Michael Fassbender um að leika aðalhlutverkið í Trance en leikarinn er nú búinn að draga sig út úr verkefninu. Boyle er því áhugasamur um að fá Óskarsverðlaunaleikarann Colin Firth til að hlaupa í skarðið.

Trance segir frá aðstoðarmanni hjá uppboðshúsi sem skipuleggur flókið rán á verðmætu málverki. Hann fær aðstoð hjá færum þjófum en verður fyrir höfuðhöggi og missir minnið. Hann er hins vegar sá eini sem veit hvar málverkið er niðurkomið og þá fara þjófarnir að gruna hann um græsku. Þeir ákveða því að fá unga konu til að vinna sér leið inn í heilabú aðstoðarmannsins með dáleiðslu.

Firth er ekki eini leikarinn sem Boyle hefur áhuga á því Scarlett Johansson var orðuð við myndina á Twitter-síðum í gær. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum en Boyle hyggst byrja á myndinni eftir að hann hefur leikstýrt opnunaratriðinu fyrir Ólympíuleikana í London á næsta ári.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.