Lífið

Fluttur á sjúkrahús

Jonathan Rhys-Meyers hefur átt við áfengisvandamál að stríða.
Jonathan Rhys-Meyers hefur átt við áfengisvandamál að stríða.
Írinn Jonathan Rhys-Meyers, sem lék Henry VIII í sjónvarpsþáttunum The Tudors, var fluttur á sjúkrahús fyrir skömmu eftir að hafa tekið of stóran skammt af pillum. Talið er að um sjálfsvígstilraun hafi verið að ræða.

Atvikið átti sér stað á heimili hans og fannst hann liggjandi á gólfinu í lyfjamóki. Að sögn götublaðsins The Sun var lögreglan kölluð á staðinn eftir að hann neitaði að fá aðhlynningu sjúkraliða. Meyers, sem lék á móti Anitu Briem í The Tudors, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsinu. Stutt er síðan hann fór í sína fimmtu meðferð en hún virðist ekki hafa skilað sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.