Lífið

Vandræðagemsi Lindsay Lohan

Leikkonunni Lindsay Lohan virðist ekki vera við bjargandi en hún kemur sér stöðugt í vandræði.
Leikkonunni Lindsay Lohan virðist ekki vera við bjargandi en hún kemur sér stöðugt í vandræði. Myndir/Cover Media
Það er skammt stórra högga á milli hjá leikkonunni Lindsay Lohan en aðeins mánuði eftir að hún var dæmd í stofufangelsi fyrir skartgripastuld hefur hún verið kærð á ný.

Lohan féll á reglulegu áfengisprófi sem henni er gert að taka vegna fyrri dóma fyrir að aka undir áhrifum. Leikkonunni var því skipað að mæta fyrir dómara síðar í vikunni og gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna ítrekaðra brota á skilorði.

Vandamálin hrannast upp hjá barnastjörnunni fyrrverandi en ferill hennar hefur verið á mikilli niðurleið síðan hún sló í gegn ellefu ára gömul í myndinni The Parent Trap. Nú síðast var hún rekin frá myndinni Gotti:Three Generations sem skartar John Travolta í aðalhlutverki enda ekki lengur talin vera góð fyrirmynd á hvíta tjaldinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af vandræðagemsanum á leið í dómssal í vikunni.

Frítt dagkrem eins og prinsessan notar. Taktu þátt hér!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.