Lífið

Skjálfandi Galliano

Tískuhönnuðurinn John Galliano mætti svartklæddur í réttarsal í París og útskýrði mál sitt með titrandi röddu.nordicphoto/afp
Tískuhönnuðurinn John Galliano mætti svartklæddur í réttarsal í París og útskýrði mál sitt með titrandi röddu.nordicphoto/afp
Réttarhöldin yfir tískuhönnuðinum John Galliano eru hafin í París. Hann var ákærður vegna niðrandi ummæla í garð gyðinga á opinberum vettvangi. Svar hans við ákærunni er einfalt, hann man hreinlega ekkert eftir atvikinu.

Umrætt atvik átti sér stað á barnum La Perle í Le Marais hverfinu í París í vetur og náðist á myndband. Galliano sat á barnum og sagðist elska Hitler og að allir gyðingar hefðu átt að drepast í helförinni. Galliano var í kjölfarið kærður fyrir niðrandi ummæli í garð minnihlutahópa og missti vinnu sína sem yfirhönnuður Dior tískuhússins.

Hönnuðurinn mætti svartklæddur til að útskýra mál sitt og var skjálfraddaður þegar hann greindi dómaranum frá því að hann ætti við áfengis- og verkjalyfjafíkn að stríða. „Ég er fíkill á batavegi og hef verið undir mikilli pressu síðastliðin ár,“ útskýrði Galliano en hann er núna í meðferð á leynilegri stofnun í Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.