Lífið

Aftur í samskiptum

Rihanna hefur verið að fylgjast með fyrrverandi kærasta sínum, Chris Brown, á Twitter.
nordicphotos/getty
Rihanna hefur verið að fylgjast með fyrrverandi kærasta sínum, Chris Brown, á Twitter. nordicphotos/getty
Rihanna og fyrrum kærasti hennar, söngvarinn Chris Brown, endurnýjuðu vinskap sinn á samskiptasíðunni Twitter fyrir stuttu. Nú halda aðdáendur söngkonunnar að þau hafi tekið aftur saman, en Rihanna sleit sambandi þeirra í byrjun árs 2009 eftir að Brown lagði hendur á hana.

Aðdáendur Rihönnu telja að þau séu tekin aftur saman vegna Twitter-samskipta þeirra. Fyrir stuttu sendi Brown söngkonunni eftirfarandi skilaboð: „Fékkstu myndina sem ég sendi þér?“ Augnabliki síðar eyddi Brown skilaboðunum af síðunni en ekki áður en aðdáendur Rihönnu náðu að mynda skilaboðin og þar með breiða út boðskapinn.

Söngkonan vill þó ekki kannast við að hafa tekið aftur saman við Brown og skrifaði á Twitter-síðu sína: „Þetta er Twitter, ekki altarið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.