Lífið

Höfnuðu James Bond

Rokkararnir vildu ekki semja lag fyrir James Bond.
Rokkararnir vildu ekki semja lag fyrir James Bond.
Rokkararnir í Kings of Leon höfnuðu boði um að semja aðallag næstu James Bond-myndar.

Sjálfur 007, Daniel Craig, bað hljómsveitina þrívegis um að semja fyrir sig lagið en varð ekki að ósk sinni. Þrátt fyrir þetta segjast rokkararnir núna vera tilbúnir til að semja lagið enda hafa þeir alltaf viljað prófa að nota strengjahljóðfæri og þetta veiti þeim gott tækifæri til þess. Óvíst er samt hvort þeir fá verkefnið enda líklegt að Craig hafi leitað annað eftir að þeir neituðu honum í þrígang.

Ný heimildarmynd um Kings of Leon er komin út. Hún nefnist Talihina Sky og þar ræða Followill-bræðurnir um uppvöxt sinn í suðurríkjum Bandaríkjanna og leið sína upp á stjörnuhimininn. Sveitin spilaði í Hyde Park í London í gærkvöldi og endurtekur leikinn í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.