Gerir heimildarmynd um of feit börn á Íslandi 3. maí 2011 16:00 Inga Lind Karlsdóttir hyggst gera heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Fréttablaðið/Daníel „Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu síðan," segir fyrrum sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbúningur myndarinnar þó skammt á veg komin. „En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu," útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnarson, tökumaður. Umræðan um of feit börn hefur orðið háværari undanfarin ár og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýlegar rannsóknir hér á landi benda til þess að vandamálið fari sífellt vaxandi hjá fólkinu sem á að erfa landið og þannig er talið að um fimmtungur íslenskra barna á aldrinum sjö til níu ára sé of þungur. Er þar um kennt of lítilli hreyfingu og óhollum mat en fingrunum hefur þá aðallega verið beint að skólamáltíðunum. Inga Lind kveðst ekki reiðubúin til að skella skuldinni alfarið á þær. „Ég ætla líka að skoða hvað við erum að gefa börnunum okkar að borða heimafyrir." Hún segir þetta vera stórt mál fyrir allt samfélagið, þetta varði alla. „Og hingað til virðist of lítið hafa verið gert af hálfu hins opinbera, ekki fyrr en nú, að verið er að opna móttöku fyrir of feit börn á barnaspítalanum og ég vonast til að geta fylgt þeirri opnun eftir í myndinni." Fyrir utan sjónvarpsferil sinn hefur Inga verið dugmikil í opinberri umræðu, hún hlaut meðal annars kosningu til stjórnlagaþingsins en ákvað að þiggja ekki sæti í sjálfu stjórnlagaráðinu og þá hefur hún setið í stjórn Hjallastefnunnar á Íslandi. Hún segir ekkert eitt hafa orðið til þess að hún ákvað að athuga jarðveginn fyrir heimildarmynd eins og þessari. „Þetta verkefni á barnaspítalanum vakti áhuga minn og mig langar til að gefa fólki tækifæri til að fá að fræðast um vandann. Þetta er bara eitt vandamálið í þjóðfélaginu þar sem við getum gert betur og vonanandi breytt einhverju." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira
„Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu síðan," segir fyrrum sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbúningur myndarinnar þó skammt á veg komin. „En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu," útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnarson, tökumaður. Umræðan um of feit börn hefur orðið háværari undanfarin ár og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýlegar rannsóknir hér á landi benda til þess að vandamálið fari sífellt vaxandi hjá fólkinu sem á að erfa landið og þannig er talið að um fimmtungur íslenskra barna á aldrinum sjö til níu ára sé of þungur. Er þar um kennt of lítilli hreyfingu og óhollum mat en fingrunum hefur þá aðallega verið beint að skólamáltíðunum. Inga Lind kveðst ekki reiðubúin til að skella skuldinni alfarið á þær. „Ég ætla líka að skoða hvað við erum að gefa börnunum okkar að borða heimafyrir." Hún segir þetta vera stórt mál fyrir allt samfélagið, þetta varði alla. „Og hingað til virðist of lítið hafa verið gert af hálfu hins opinbera, ekki fyrr en nú, að verið er að opna móttöku fyrir of feit börn á barnaspítalanum og ég vonast til að geta fylgt þeirri opnun eftir í myndinni." Fyrir utan sjónvarpsferil sinn hefur Inga verið dugmikil í opinberri umræðu, hún hlaut meðal annars kosningu til stjórnlagaþingsins en ákvað að þiggja ekki sæti í sjálfu stjórnlagaráðinu og þá hefur hún setið í stjórn Hjallastefnunnar á Íslandi. Hún segir ekkert eitt hafa orðið til þess að hún ákvað að athuga jarðveginn fyrir heimildarmynd eins og þessari. „Þetta verkefni á barnaspítalanum vakti áhuga minn og mig langar til að gefa fólki tækifæri til að fá að fræðast um vandann. Þetta er bara eitt vandamálið í þjóðfélaginu þar sem við getum gert betur og vonanandi breytt einhverju." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Sjá meira