Lífið

Tarantino klár í nýja mynd

Quentin Tarantino hefur lokið við að skrifa handrit að næstu mynd sinni. Myndin verður "suðri“ og kallast Django Unchained.
Nordicphotos/Getty
Quentin Tarantino hefur lokið við að skrifa handrit að næstu mynd sinni. Myndin verður "suðri“ og kallast Django Unchained. Nordicphotos/Getty
Quentin Tarantino hefur lokið við að skrifa handrit að næstu kvikmynd sinni. Myndin hefur fengið nafnið Django Unchained.

Aðdáendur kvikmyndaleikstjórans Quentin Tarantinos geta farið að hlakka til næstu myndar hans. Skömmu fyrir helgi lauk hann við að skrifa handrit að kvikmyndinni sem kallast Django Unchained. Myndin verður „suðri", útgáfa Tarantinos af vestra.

Fjölmargar kvikmyndavefsíður og fjölmiðlar hafa greint frá væntanlegri mynd Íslandsvinarins góðkunna en nokkuð er þó enn í að myndin komi í kvikmyndahús. Nú taka framleiðendur við keflinu áður en leikstjórinn getur hafið tökur. Talið er líklegt að þetta verði enn ein myndin sem Tarantino gerir til heiðurs kvikmyndaformi að hans skapi, rétt eins og Kill Bill heiðraði vestra, bardagalista- og hefndarmyndir og Inglourious Basterds var til heiðurs stríðsmyndum. Titillinn sjálfur vísar til spagettívestrans Django sem Sergio Corbucci gerði árið 1966.

Myndin mun gerast í Suðurríkjum Bandaríkjanna og fjallar um frelsaðan þræl, Django, (sem skýrir nafnið Unchained) sem í félagi við þýskan mannaveiðara ræðst gegn þrælahöldurum. Talið er líklegt að hinn stórgóði Christopher Waltz, sem sló í gegn í Inglourious Basterds, muni leika mannaveiðarann. Eins og Tarantino er von og vísa verður myndin mjög ofbeldisfull.

hdm@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.