Hollendingar taka upp þrívíddarmynd á Íslandi 2. maí 2011 14:00 Robert de Hoog og Doutzen Kroes, fyrirsæta hjá Victoria‘s Secret, ásamt leikstjóranum Reinout Oerlemans á blaðamannafundi þegar tilkynnt var um gerð myndarinnar Nova Zembla. Þetta er fyrsta þrívíddarkvikmynd Hollendinga sem virðast ekki erfa Icesave-málið við íslenska kvikmyndagerð eða náttúru. NordicPhotos/AFP Tökulið frá hollenska kvikmyndafyrirtækinu Eyeworks er statt hér á landi til að taka upp fyrstu hollensku þrívíddar-kvikmyndina, Nova Zembla. Um níutíu íslenskir og hollenskir kvikmyndagerðarmenn koma að tökunum en það er framleiðslufyrirtækið Saga Film sem hefur veg og vanda af íslenska hlutanum. Verkefni af þessari stærðargráðu skila yfirleitt tugum milljóna inn til landsins og getur þar að auki haft veruleg áhrif á ferðamannastraum frá viðkomandi landi, ekki síst ef myndin slær í gegn heima fyrir. Tökur fara meðal annars fram á Langjökli en um er að ræða mjög stórt verkefni. Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Saga Film, segir í samtali við Fréttablaðið að Icesave-deilan víðfræga hafi ekki einu sinni verið rædd, einn eða tveir hafi spurt um atkvæðagreiðsluna en síðan hafi menn einbeitt sér að kvikmyndagerðinni. „Það er enginn að velta sér upp úr þessu, það eru allir svo uppteknir." Nova Zembla byggir á sannri sögu og segir frá skipi sem hollenska konungsfjölskyldan sendi norður fyrir Rússland fyrir fjórum öldum til að finna skipaleiðina til Indlands. Skipsverjarnir lentu í miklum hremmingum í baráttu sinni við óblíð náttúruöflin og myndin fjallar um sögu þeirra. Alls eru tólf hollenskir leikarar staddir hér á landi, þar á meðal aðalleikarinn Robert de Hoog, sem er einn sá vinsælasti í föðurlandi sínu. Því miður fyrir íslenskan karlpening mun hin aðalstjarna myndarinnar ekki koma til landsins, hollenska fyrirsætan Doutzen Kroes, en hún er ein af hinum svokölluðu englum Victoria's Secret-undirfataframleiðandans. Gerð kvikmyndarinnar hefur vakið mikla athygli í Hollandi enda í fyrsta skipti sem Hollendingar reyna fyrir sér með þrívíddartækninni. Kristinn er bjartsýnn á að allt eigi eftir að ganga snurðulaust fyrir sig. „Þetta verður örugglega alveg heljarinnar ævintýri." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Tökulið frá hollenska kvikmyndafyrirtækinu Eyeworks er statt hér á landi til að taka upp fyrstu hollensku þrívíddar-kvikmyndina, Nova Zembla. Um níutíu íslenskir og hollenskir kvikmyndagerðarmenn koma að tökunum en það er framleiðslufyrirtækið Saga Film sem hefur veg og vanda af íslenska hlutanum. Verkefni af þessari stærðargráðu skila yfirleitt tugum milljóna inn til landsins og getur þar að auki haft veruleg áhrif á ferðamannastraum frá viðkomandi landi, ekki síst ef myndin slær í gegn heima fyrir. Tökur fara meðal annars fram á Langjökli en um er að ræða mjög stórt verkefni. Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Saga Film, segir í samtali við Fréttablaðið að Icesave-deilan víðfræga hafi ekki einu sinni verið rædd, einn eða tveir hafi spurt um atkvæðagreiðsluna en síðan hafi menn einbeitt sér að kvikmyndagerðinni. „Það er enginn að velta sér upp úr þessu, það eru allir svo uppteknir." Nova Zembla byggir á sannri sögu og segir frá skipi sem hollenska konungsfjölskyldan sendi norður fyrir Rússland fyrir fjórum öldum til að finna skipaleiðina til Indlands. Skipsverjarnir lentu í miklum hremmingum í baráttu sinni við óblíð náttúruöflin og myndin fjallar um sögu þeirra. Alls eru tólf hollenskir leikarar staddir hér á landi, þar á meðal aðalleikarinn Robert de Hoog, sem er einn sá vinsælasti í föðurlandi sínu. Því miður fyrir íslenskan karlpening mun hin aðalstjarna myndarinnar ekki koma til landsins, hollenska fyrirsætan Doutzen Kroes, en hún er ein af hinum svokölluðu englum Victoria's Secret-undirfataframleiðandans. Gerð kvikmyndarinnar hefur vakið mikla athygli í Hollandi enda í fyrsta skipti sem Hollendingar reyna fyrir sér með þrívíddartækninni. Kristinn er bjartsýnn á að allt eigi eftir að ganga snurðulaust fyrir sig. „Þetta verður örugglega alveg heljarinnar ævintýri." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira