Lífið

Karl Berndsen á tímamótum

Karl Berndsen hefur gengið til liðs við Stöð 2 og hyggst stjórna nýjum þætti á vegum stöðvarinnar. Skjár einn ætlar engu að síður að halda áfram með þættina Nýtt útlit.
fréttablaðið/Anton
Karl Berndsen hefur gengið til liðs við Stöð 2 og hyggst stjórna nýjum þætti á vegum stöðvarinnar. Skjár einn ætlar engu að síður að halda áfram með þættina Nýtt útlit. fréttablaðið/Anton
„Ég ætla ekki að fara leka einu eða neinu en get þó staðfest að ég á í viðræðum við Stöð 2,“ segir hárgreiðslumaðurinn Karl Berndsen sem er hættur að stjórna þættinum Nýtt útlit á Skjá einum.

Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins ætlar Karl þó ekki að hverfa af skjánum fyrir fullt og allt heldur hyggist hann byrja með sambærilegan þátt á Stöð 2. Skjár einn hyggst hins vegar ekki leggja sína þáttaröð á hilluna þrátt fyrir brotthvarf Karls því Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins, sagði í samtali við Vísi.is að þau hygðust finna arftaka Karls og halda uppteknum hætti. „Sjónvarpsþáttaröðin mun að sjálfsögðu halda áfram í haust en að þessu sinni með breyttum áherslum.“

Karl var ákaflega loðinn í sínum svörum, sagðist ætla að einbeita sér að vinnu sinni við Beauty Barinn í Kópavogi. Samstarf hans og Skjás eins hefði einfaldlega verið komið á endastöð. „Við vorum búin að gera 45 þætti og mér fannst þetta bara verið búið. Það veit hins vegar enginn hvað framtíðin ber í skauti sér en það er mjög ólíklegt að ég geri ekki neitt. Það mun hins vegar ekkert gerast í þessu fyrr en eftir jólin.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.