Lifði af tímann með Mínus 30. apríl 2011 13:00 Storme Whitby-Grubb hefur skipulagt tónleikaferðir fyrir margar frægar hljómsveitir. mínus Rokkararnir í Mínus voru í hörkustuði á tónleikaferð sinni um Bretland. Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveitum á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus. Hin þrítuga Storme Whitby-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á þriðjudagskvöld þar sem hún ræðir um reynslu sína af skipulagningu tónleikaferðalaga með hljómsveitum á borð við Kaiser Chiefs, CSS, The Datsuns, We Are Scientists og Mínus. Auk þess var hún framkvæmdastjóri Bloc Party á tónleikaferð hennar um heiminn 2007. Storme hóf feril sinn árið 1999 hjá þáverandi útgáfufyrirtæki Sigur Rósar, hinu enska Fat Cat Records. Árið eftir flutti hún til Íslands og gerðist aðstoðarkona Sigur Rósar og starfaði hjá Smekkleysu. „Ég var nítján ára og vildi ekki lengur búa hjá mömmu. Ég bað um að fá að fara til Íslands og þeir samþykktu það," segir Storme um stjórnendur Fat Cat Records. „Ég var í hlutastarfi hjá Smekkleysu í lítilli skrifstofu við Klapparstíg og þar var alveg frábært. Á meðan vinir mínir voru á fullu í háskólanámi bjó ég í Reykjavík, hékk á Kaffitári og drakk kaffi flesta daga," segir hún og hlær. Storme stjórnaði einnig kynningarmálum fyrir Airwaves-hátíðina í tvö ár. Árið 2002 flutti hún aftur heim til London. Fyrsta tónleikaferðalag hennar var með múm þar sem hún seldi ýmsan varning fyrir hljómsveitina. Að því loknu fór hún á tónleikaferðir með Yeah Yeah Yeahs, Interpol og The Rapture og seldi fyrir þær varning. Árið 2002 skipulagði hún sína fyrstu tónleikaferð, þar sem rokkararnir í Mínus voru skjólstæðingar hennar, en hún hafði áður starfað fyrir þá hjá Smekkleysu. „Ég lifði það af og er því enn hér til að segja sögu mína," segir hún hlæjandi en Mínus-liðar skemmtu sér vel í ferðinni. „Ég lærði mikið á þessari ferð. Þeir höfðu ekki farið í tónleikaferð um Bretland áður og ég hafði ekki stjórnað tónleikaferð áður. Ég var 21 árs og varð að standa á eigin fótum á hverjum einasta degi. Þegar maður túrar með svona strákum getur ekkert gengið fram af manni eftir það." Fyrir tveimur árum fékk Storme leið á tónleikaferðalögum eftir sjö ára keyrslu og vildi prófa eitthvað nýtt. „Ég vildi ekki vera sextug kona á túr með engin börn og engan mann. Það hljómar sem andfeminískt viðhorf en jafnvel stjórnsöm viðskiptakona eins og ég þarf stundum ást í líf sitt." Hún stofnaði fyrirtækið Little Touring, sem hefur vaxið hratt að undanförnu. „Ég vildi stjórna tónleikaferðum með smærri hljómsveitum heiman frá mér og eitt fyrsta bandið var For a Minor Reflection. Kúnnunum fjölgaði mjög fljótt og fyrirtækið stækkaði. Núna vinna þar fjórir til fimm starfsmenn og 25 manna hópur er einnig á víð og dreif á tónleikaferðum." Á meðal hljómsveita sem eru á mála hjá Little Touring eru CSS, Noah and the Whale og The Horrors. Storme hlakkar til að koma til Íslands og taka þátt í Fræðslukvöldi Útóns í Norræna húsinu á þriðjudagskvöld. „Vonandi verða þarna kunnugleg andlit og ef einhver vill fá góð ráð eða einhverja hjálp verð ég til staðar." freyr@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
mínus Rokkararnir í Mínus voru í hörkustuði á tónleikaferð sinni um Bretland. Storme Withy-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns á þriðjudaginn. Hún hefur skipulagt tónleikaferðir með frægum hljómsveitum á borð við Bloc Party, Kaiser Chiefs, CSS og hina íslensku Mínus. Hin þrítuga Storme Whitby-Grubb frá Englandi tekur þátt í fræðslukvöldi Útóns, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á þriðjudagskvöld þar sem hún ræðir um reynslu sína af skipulagningu tónleikaferðalaga með hljómsveitum á borð við Kaiser Chiefs, CSS, The Datsuns, We Are Scientists og Mínus. Auk þess var hún framkvæmdastjóri Bloc Party á tónleikaferð hennar um heiminn 2007. Storme hóf feril sinn árið 1999 hjá þáverandi útgáfufyrirtæki Sigur Rósar, hinu enska Fat Cat Records. Árið eftir flutti hún til Íslands og gerðist aðstoðarkona Sigur Rósar og starfaði hjá Smekkleysu. „Ég var nítján ára og vildi ekki lengur búa hjá mömmu. Ég bað um að fá að fara til Íslands og þeir samþykktu það," segir Storme um stjórnendur Fat Cat Records. „Ég var í hlutastarfi hjá Smekkleysu í lítilli skrifstofu við Klapparstíg og þar var alveg frábært. Á meðan vinir mínir voru á fullu í háskólanámi bjó ég í Reykjavík, hékk á Kaffitári og drakk kaffi flesta daga," segir hún og hlær. Storme stjórnaði einnig kynningarmálum fyrir Airwaves-hátíðina í tvö ár. Árið 2002 flutti hún aftur heim til London. Fyrsta tónleikaferðalag hennar var með múm þar sem hún seldi ýmsan varning fyrir hljómsveitina. Að því loknu fór hún á tónleikaferðir með Yeah Yeah Yeahs, Interpol og The Rapture og seldi fyrir þær varning. Árið 2002 skipulagði hún sína fyrstu tónleikaferð, þar sem rokkararnir í Mínus voru skjólstæðingar hennar, en hún hafði áður starfað fyrir þá hjá Smekkleysu. „Ég lifði það af og er því enn hér til að segja sögu mína," segir hún hlæjandi en Mínus-liðar skemmtu sér vel í ferðinni. „Ég lærði mikið á þessari ferð. Þeir höfðu ekki farið í tónleikaferð um Bretland áður og ég hafði ekki stjórnað tónleikaferð áður. Ég var 21 árs og varð að standa á eigin fótum á hverjum einasta degi. Þegar maður túrar með svona strákum getur ekkert gengið fram af manni eftir það." Fyrir tveimur árum fékk Storme leið á tónleikaferðalögum eftir sjö ára keyrslu og vildi prófa eitthvað nýtt. „Ég vildi ekki vera sextug kona á túr með engin börn og engan mann. Það hljómar sem andfeminískt viðhorf en jafnvel stjórnsöm viðskiptakona eins og ég þarf stundum ást í líf sitt." Hún stofnaði fyrirtækið Little Touring, sem hefur vaxið hratt að undanförnu. „Ég vildi stjórna tónleikaferðum með smærri hljómsveitum heiman frá mér og eitt fyrsta bandið var For a Minor Reflection. Kúnnunum fjölgaði mjög fljótt og fyrirtækið stækkaði. Núna vinna þar fjórir til fimm starfsmenn og 25 manna hópur er einnig á víð og dreif á tónleikaferðum." Á meðal hljómsveita sem eru á mála hjá Little Touring eru CSS, Noah and the Whale og The Horrors. Storme hlakkar til að koma til Íslands og taka þátt í Fræðslukvöldi Útóns í Norræna húsinu á þriðjudagskvöld. „Vonandi verða þarna kunnugleg andlit og ef einhver vill fá góð ráð eða einhverja hjálp verð ég til staðar." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira