Lífið

Elskar spínat

Miranda Kerr lifir heilsusamlegu lífi, sem auðveldar henni að viðhalda vaxtarlagi sínu. nordicphotos/getty
Miranda Kerr lifir heilsusamlegu lífi, sem auðveldar henni að viðhalda vaxtarlagi sínu. nordicphotos/getty
Fyrirsætan Miranda Kerr eignaðist soninn Flynn í byrjun janúar á þessu ári. Kerr er komin aftur til vinnu og segist þakka grannan vöxt sinn heilsusamlegu líferni.

„Ég passa mig á að sofa nóg og drekka nóg af vatni, þannig viðheld ég heilsu minni. Auk þess borða ég mjög hollan mat því þá verð ég orkumeiri. Ég elska spínat, lárperur og brokkólí,“ sagði fyrirsætan í nýlegu viðtali. Ásamt því að borða hollt og sofa nóg stundar Kerr reglulega jóga og hugleiðslu, en hún aðhyllist búddatrú. Fyrirsætan giftist leikaranum Orlando Bloom í ágúst í fyrra og eiga þau saman soninn Flynn, eins og áður hefur komið fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.