Richie Sambora, gítarleikari rokksveitarinnar Bon Jovi, hefur ákveðið að fara í meðferð vegna vímuefnavandamála sinna. Sambora, sem hefur lengi barist við fíkniefnadjöfulinn, fór síðast í meðferð fyrir fjórum árum. Ári síðar var hann handtekinn fyrir að aka undir áhrifum og lýkur hann afplánun þriggja ára skilorðsbundins dóms síðar á þessu ári. Næstu tónleikar Bon Jovi eru fyrirhugaðir á morgun en óvíst er hvort af þeim verður vegna vandamála gítarleikarans.
Fer aftur í meðferð
