Lífið

Íslensk stuttmynd á Cannes

Eilífur Þrastarson tekur þátt í Short Film Corner á Cannes með stuttmyndina sína Shirley.
Eilífur Þrastarson tekur þátt í Short Film Corner á Cannes með stuttmyndina sína Shirley.
„Ég og tökumaðurinn minn, Hrafn Jónsson, erum að spá í að fara, við erum komnir með miðann en nú er bara að redda pening,“ segir Eilífur Þrastarson, kvikmyndagerðarnemi í Prag. Stuttmynd hans Shirley hefur verið valinn til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes í svokölluðum Short Film Corner-flokki. Cannes er ein stærsta kvikmyndahátíð heims en þangað flykkist allt helsta kvikmyndagerðarfólk í heiminum og drekkur léttvín við hvítar strendur Miðjarðarhafsins.

„Myndin fjallar um litla stelpu sem er að reyna láta pabba sinn hætta að drekka,“ útskýrir Eilífur en aðalhlutverkin eru í höndum Ísraela og breskrar stelpu og er tekinn upp í Tékklandi. Leikstjórinn, sem er við nám í Prag Film School, segir myndina hafa verið kláraða um jólin. „Ég sendi hana síðan bara inn og fékk jákvætt svar um daginn og þá var þetta bara komið.“

Eilífur hefur daðrað við tónlist og hljóðblöndun hér á landi og gerði meðal annars músík fyrir rapphljómsveitina O.N.E. Hann segist á hinn boginn kunna vel við sig í Prag. „Þetta er bara alveg æðisleg borg sem veitir manni mikinn innblástur.“ -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.