Lífið

Tugir milljóna í íslenskt grín

Mið-Íslands-hópurinn er á meðal þeirra sem fengu styrk úr menningarsjóði útvarpsstöðva í gær.
fréttablaðið/stefán
Mið-Íslands-hópurinn er á meðal þeirra sem fengu styrk úr menningarsjóði útvarpsstöðva í gær. fréttablaðið/stefán
„Þetta þýðir bara það að þættirnir fara í loftið,“ segir Ragnar Hansson, leikstjóri sjónvarpsþáttanna Mið-Ísland, sem verið er að skrifa um þessar mundir.

 

85 milljónum var úthlutað var úr menningarsjóði útvarpsstöðva í gær. Sjóðurinn var í kjölfarið lagður niður. Uppistandshópurinn Mið-Ísland fékk 12 milljónir, en Ari Eldjárn og félagar í hópnum vinna nú að gamanþáttum ásamt leikstjóranum Ragnari Hanssyni. Þá fékk Heimsendir í leikstjórn Ragnars Bragasonar 18 milljónir, en með Ragnari í verkefninu eru Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ævar Grímsson, þeir sömu og sendu frá sér Vaktaseríurnar vinsælu að undaskildum Jóni Gnarr, sem sinnir nú öðrum verkefnum.

 

Ragnar Hansson segir styrkinn vera nauðsynlegt fjármagn fyrir þættina. „Þetta er frábært,“ segir hann. Hann segir handritsskrifin ganga mjög vel og að tökur hefjist í lok sumars.

 

Á meðal verkefna sem hlutu einnig styrk var sjónvarpsmyndin Ó, blessuð vertu sumarsól í leikstjórn Lars Emils Árnasonar. Myndin fékk 12 milljónir og verður í tveimur hlutum. Þá fékk Ávaxtakarfan þriggja milljóna styrk og framleiðslufyrirtækið Reykjavík Films fékk fjórar milljónir til að gera myndina 18. öldin.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.