Fann bæði eiginmann og hljómsveit á Íslandi 15. apríl 2011 17:30 Nýr umboðsmaður Heather Kolker elskar bæði tónlist Of Monsters and Men og fólkið í hljómsveitinni. Hún er nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar og vinnur nú að því að koma henni á framfæri á erlendri grundu. fréttablaðið/Stefán Heather Kolker „Ísland er stór hluti af lífi mínu,“ segir Heather Kolker, nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sigurhljómsveitar Músíktilrauna í fyrra. Heather Kolker er gift flugumferðarstjóranum Bjarka Þór Haraldssyni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í byrjun árs. Það vakti nokkra athygli í síðustu viku þegar tilkynnt var að Kolker væri orðin umboðsmaður Of Monsters and Men, en hún starfar hjá umboðsskrifstofunni Paradigm Agency í New York. Þar sér hún hún meðal annars um tónleikabókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Of Monsters and Men er fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðsmennsku fyrir. „Þetta er ný upplifun fyrir mig,“ segir hún. „Ég var að leita að hljómsveit lengi, en vildi ekki gera vera umboðsmaður nema ég myndi finna mjög sérstaka hljómsveit sem ég elska á allan hátt. Ég vildi ekki bara dá tónlistina, heldur líka sjá möguleika á því að hljómsveitin yrði farsæl. Þá vildi ég elska fólkið í hljómsveitinni, en slíkt er ekki auðvelt að finna í þessum bransa.“ Tónlist er stór hluti af lífi hjónanna Heather Kolker og Bjarka Þórs að hennar sögn, en hann kynnti hana fyrir tónlist Of Monsters and Men eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir. Hún sá svo hljómsveitina koma fram í Reykjavík og heillaðist strax. „Ég sá svo betur og betur að þetta var hljómsveitin sem ég hafði leitað að,“ segir Kolker. Heather Kolker segir að næsta skref Of Monsters and Men sé að koma fram í New York og sjá til þess að rétta fólkið úr tónlistarbransanum verði þar til að hlusta. Hún telur að vinsældir bresku hljómsveitarinnar Mumford and Sons í Bandaríkjunum opni dyrnar að þessum stóra og erfiða markaði fyrir Of Monsters and Men, enda tónlistarstefnurnar svipaðar. Hún hyggst vinna að því að koma tónlist hljómsveitarinnar með smekklegum hætti í sjónvarpsþætti, kvikmyndir og auglýsingar. Þaðan liggur löng og ströng leið í útvarp. „Mér sýnist fólk vera opið fyrir hljómsveitum sem eru ekki of mikið popp,“ segir Kolker. „Ég bind miklar vonir við Of Monsters and Men og er mjög bjartsýn.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Heather Kolker „Ísland er stór hluti af lífi mínu,“ segir Heather Kolker, nýráðinn umboðsmaður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sigurhljómsveitar Músíktilrauna í fyrra. Heather Kolker er gift flugumferðarstjóranum Bjarka Þór Haraldssyni og eignuðust þau sitt fyrsta barn í byrjun árs. Það vakti nokkra athygli í síðustu viku þegar tilkynnt var að Kolker væri orðin umboðsmaður Of Monsters and Men, en hún starfar hjá umboðsskrifstofunni Paradigm Agency í New York. Þar sér hún hún meðal annars um tónleikabókanir fyrir hljómsveitir á borð við MGMT og Edward Sharpe & The Magnetic Zeros. Of Monsters and Men er fyrsta hljómsveitin sem hún tekur að sér umboðsmennsku fyrir. „Þetta er ný upplifun fyrir mig,“ segir hún. „Ég var að leita að hljómsveit lengi, en vildi ekki gera vera umboðsmaður nema ég myndi finna mjög sérstaka hljómsveit sem ég elska á allan hátt. Ég vildi ekki bara dá tónlistina, heldur líka sjá möguleika á því að hljómsveitin yrði farsæl. Þá vildi ég elska fólkið í hljómsveitinni, en slíkt er ekki auðvelt að finna í þessum bransa.“ Tónlist er stór hluti af lífi hjónanna Heather Kolker og Bjarka Þórs að hennar sögn, en hann kynnti hana fyrir tónlist Of Monsters and Men eftir að hljómsveitin vann Músíktilraunir. Hún sá svo hljómsveitina koma fram í Reykjavík og heillaðist strax. „Ég sá svo betur og betur að þetta var hljómsveitin sem ég hafði leitað að,“ segir Kolker. Heather Kolker segir að næsta skref Of Monsters and Men sé að koma fram í New York og sjá til þess að rétta fólkið úr tónlistarbransanum verði þar til að hlusta. Hún telur að vinsældir bresku hljómsveitarinnar Mumford and Sons í Bandaríkjunum opni dyrnar að þessum stóra og erfiða markaði fyrir Of Monsters and Men, enda tónlistarstefnurnar svipaðar. Hún hyggst vinna að því að koma tónlist hljómsveitarinnar með smekklegum hætti í sjónvarpsþætti, kvikmyndir og auglýsingar. Þaðan liggur löng og ströng leið í útvarp. „Mér sýnist fólk vera opið fyrir hljómsveitum sem eru ekki of mikið popp,“ segir Kolker. „Ég bind miklar vonir við Of Monsters and Men og er mjög bjartsýn.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira