Á stall með Coco Chanel 18. apríl 2011 20:30 Litill svartur kjóll getur opnað margar dyr. Það veit Vera Þórðardóttir, sem leggur til einn slíkan á sýningu helgaðri hinum litla svarta kjól Coco Chanel. Fréttablaðið/Chanel Sýning til heiðurs hinum litla og látlausa svarta kjól Coco Chanel hefur verið opnuð í The Civic Gallery í Barnsley á Englandi í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því hann leit dagsins ljós. Sýningin spannar mikilvægustu svörtu kjóla síðustu níu áratuganna og nokkra nýja og forvitnilega að auki, þar á meðal eftir íslenska fatahönnuðinn Veru Þórðardóttur. „Auðvitað er einstakur heiður að fá að vera í útvöldum hópi á jafn sögulegri sýningu," segir Vera, glöð í bragði. Félagsskapurinn er enda ekki af verri endanum þar sem mörg þekktustu nöfnin í tískuiðnaðinum eiga verk á sýningunni, Vivienne Westwood, Gucci, Lanvin og YSL svo fáein séu nefnd. „Og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar," bætir hún við og útilokar ekki að sýningin eigi eftir að opna henni fleiri dyr í tískuheiminum.Kjóllinn sem Audrey Hepburn klæddist í Breakfast at Tiffany’s er á sýningunni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hönnun Veru vekur athygli. Hún komst í heimspressuna í fyrra þegar Lady Gaga klæddist jakka eftir hana á tónleikum Eltons John og telur líklegt að það hafi orðið til þess að þátttakan á sýningunni bauðst. „Ég er viss um þeir hafa í framhaldi kynnt sér heimasíðuna mína því þar gefur að líta svartan kjól eftir mig," útskýrir Vera, sem fékk frjálsar hendur við að hanna flík á sýninguna en útkoman varð glæsilegur svartur sílikonkjóll.Elisabeth Hurley vakti heimsathygli þegar hún mætti í þessum kjól á frumsýningu myndarinnar Four Weddings and a Funeral. Hann er til sýnis í The Civic.Leiðir þeirra Veru og Gaga halda síðan áfram að skarast því 20. maí, sama dag og sýningunni í The Civic Gallery lýkur, kemur út bókin The Secret Book on Lady Gaga. Franski blaðamaðurinn Alexandra Boucherifi hefur þar tekið saman hönnun og list sem tengist Lady Gaga, meðal annars mynd af umræddum jakka Veru. „Boucherifi stóð fyrir sýningu um fatastíl Lady Gaga í París og var jakkinn til sýnis. Þúsundir manna sóttu hana á aðeins nokkrum dögum sem varð til þess að hugmyndin að bókinni kviknaði og mér var boðið að vera með," segir Vera og kveðst vera upp með sér þar sem úr nægu sé að velja. „Auk þess sem margir af þekktustu hönnuðum heims hafa klætt Lady Gaga." roald@frettabladid.isEndingargóður, látlaus og á góðu verði. Þannig hugsaði Coco Chanel sér litla svarta kjólinn. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Sýning til heiðurs hinum litla og látlausa svarta kjól Coco Chanel hefur verið opnuð í The Civic Gallery í Barnsley á Englandi í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því hann leit dagsins ljós. Sýningin spannar mikilvægustu svörtu kjóla síðustu níu áratuganna og nokkra nýja og forvitnilega að auki, þar á meðal eftir íslenska fatahönnuðinn Veru Þórðardóttur. „Auðvitað er einstakur heiður að fá að vera í útvöldum hópi á jafn sögulegri sýningu," segir Vera, glöð í bragði. Félagsskapurinn er enda ekki af verri endanum þar sem mörg þekktustu nöfnin í tískuiðnaðinum eiga verk á sýningunni, Vivienne Westwood, Gucci, Lanvin og YSL svo fáein séu nefnd. „Og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar," bætir hún við og útilokar ekki að sýningin eigi eftir að opna henni fleiri dyr í tískuheiminum.Kjóllinn sem Audrey Hepburn klæddist í Breakfast at Tiffany’s er á sýningunni.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hönnun Veru vekur athygli. Hún komst í heimspressuna í fyrra þegar Lady Gaga klæddist jakka eftir hana á tónleikum Eltons John og telur líklegt að það hafi orðið til þess að þátttakan á sýningunni bauðst. „Ég er viss um þeir hafa í framhaldi kynnt sér heimasíðuna mína því þar gefur að líta svartan kjól eftir mig," útskýrir Vera, sem fékk frjálsar hendur við að hanna flík á sýninguna en útkoman varð glæsilegur svartur sílikonkjóll.Elisabeth Hurley vakti heimsathygli þegar hún mætti í þessum kjól á frumsýningu myndarinnar Four Weddings and a Funeral. Hann er til sýnis í The Civic.Leiðir þeirra Veru og Gaga halda síðan áfram að skarast því 20. maí, sama dag og sýningunni í The Civic Gallery lýkur, kemur út bókin The Secret Book on Lady Gaga. Franski blaðamaðurinn Alexandra Boucherifi hefur þar tekið saman hönnun og list sem tengist Lady Gaga, meðal annars mynd af umræddum jakka Veru. „Boucherifi stóð fyrir sýningu um fatastíl Lady Gaga í París og var jakkinn til sýnis. Þúsundir manna sóttu hana á aðeins nokkrum dögum sem varð til þess að hugmyndin að bókinni kviknaði og mér var boðið að vera með," segir Vera og kveðst vera upp með sér þar sem úr nægu sé að velja. „Auk þess sem margir af þekktustu hönnuðum heims hafa klætt Lady Gaga." roald@frettabladid.isEndingargóður, látlaus og á góðu verði. Þannig hugsaði Coco Chanel sér litla svarta kjólinn.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira