Lífið

Finna ekki fólk í kviðdóm

Sirkus Michael Jackson var vinsælasti popptónlistarmaður sögunnar og má því búast við miklum fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir lækni hans, Conrad Murray, hefjast.
Sirkus Michael Jackson var vinsælasti popptónlistarmaður sögunnar og má því búast við miklum fjölmiðlasirkus þegar réttarhöld yfir lækni hans, Conrad Murray, hefjast.
Dr. Conrad Murray looks upward while he listens to the prosecution's case during his arraignment in the Los Angeles County Superior Airport Courthouse on charges of involuntary manslaughter in the death of Michael Jackson February 8, 2010. AFP PHOTO/POOL/Mark BOSTER conrad murray læknir - michael jackson
Fjölmiðlar búa sig undir mikið fár þegar réttarhöld yfir Conrad Murray, lækni Michaels Jackson, hefjast. Erfiðlega gengur að finna fólk í kviðdóm.

Þótt bráðum séu liðin tvö ár frá því að Michael Jackson lést langt fyrir aldur fram standa enn réttarhöld yfir lækni poppguðsins, dr. Conrad Murray. Hann er grunaður um að valdið dauða Jacksons með því á ávísa á hann of sterkum verkjalyfjum og hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Hins vegar virðast réttarhöldin sjálf ætla að leysast upp í einhvers konar farsa því erfitt hefur reynst að finna hæfa þátttakendur í kviðdóm.

Fulltrúarnir verða að vera algjörlega hlutlausir gagnvart málin og best er ef þeir hafa ekkert heyrt um málavexti. Alls voru 470 manns boðaðir í viðtöl en aðeins þrír af þeim höfðu ekki kynnt sér málavexti. Dómari í málinu, Michael Pastor, hefur nú skipað hinum 470 að hvorki tala né hlusta á neitt um málið, ekki lesa um það né horfa á þætti um það í sjónvarpi, lesa blogg, twitter-síður eða Facebook og forðast dagblöð í lengstu lög.

Ed Chernoff, lögmaður dr. Murray, er ekki sammála dómaranum með svona stífar reglur, segir fjölmiðla almennt vera hlutlausa í sinni umfjöllun. „Hins vegar ættu væntanlegir kviðdómendur að forðast blogg og netið. Það sem þar birtist er langt frá því að vera hlutlaust.“ Talsmaður saksóknara, Sandi Gibbons, vildi meina að hvert einasta mannsbarn hefði heyrt af málinu og líkti réttarhöldunum nú við réttarhöldin yfir OJ Simpson en þau fóru einmitt fram í sama réttarsal og réttað verður yfir Murray. Gert er ráð fyrir því að val í kviðdóm hefjist 4. maí og að opnunarræður lögmanna og saksóknara verði fluttar 9. maí.

freyrgigja@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.