Tíu kynferðisbrotamál á borð kirkjunnar 2010 6. apríl 2011 07:00 Fagráð þjóðkirkjunnar var stofnað árið 1998. Fram til ársins 2010 höfðu þrjú mál komið inn á borð þess. Nú eru þau orðin þrettán. Sex af þeim tíu málum sem komu til fagráðsins á síðasta ári bárust á síðustu fjórum mánuðum ársins. Þá lét fagráð sig einnig varða eldri mál um ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni, fyrrverandi biskupi. Þau eru ekki tilgreind með heildarfjöldanum. Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar fékk tíu ný mál inn á borð til sín á síðasta ári. Tveimur hefur verið vikið úr starfi, en hvorugur starfaði sem prestur. Fagráðið lítur á öll tilvik sem alvarleg brot. Sum málanna áttu sér stað þegar þolendur voru börn að aldri og eru fyrnd að lögum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu fagráðs þjóðkirkjunnar. Formaður fagráðsins, Gunnar Rúnar Matthíasson, segir að í öllum tilvikum sé þolendum bent á sem fyrsta valkost að leita til lögreglu. Ekkert af málunum hafi þó ratað þangað, líklega vegna þess að mörg þeirra séu fyrnd. „Við erum greinilega enn að vinda ofan af fortíðinni og ég vona að við séum að gera það vel," segir Gunnar. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort gerendur séu prestar eða gegni öðrum störfum innan kirkjunnar. „Brotin eru ekki síður alvarleg þegar þau verða af hendi þeirra sem hafa minni skyldum að gegna, eins og í æskulýðsstarfi, kórastarfi, safnaðarþjónustu eða öðru," segir Gunnar. „Þó höfum við ekki þurft að sinna mörgum slíkum málum." Gunnar segir að nauðsynlegt sé að vera vakandi fyrir því að gerendur geti verið af báðum kynjum. „Það er eins með þolendur. Þar horfum við ekki á kynferðisþáttinn, heldur þátt ofbeldis og misnotkunar í hverju máli fyrir sig. Og hann vegur jafnt ef einstaklingur í trúnaðarstöðu brýtur á einhverjum sem treystir honum," segir Gunnar. Eitt tilvik var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda á síðasta ári og er það ekki eitt af þeim tíu sem komu á borð fagráðsins. Það mál kom upp í æskulýðsstarfi innan kirkjunnar og er gerandinn annar þeirra sem vikið hefur verið úr starfi. - sv Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fagráð um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar fékk tíu ný mál inn á borð til sín á síðasta ári. Tveimur hefur verið vikið úr starfi, en hvorugur starfaði sem prestur. Fagráðið lítur á öll tilvik sem alvarleg brot. Sum málanna áttu sér stað þegar þolendur voru börn að aldri og eru fyrnd að lögum. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu fagráðs þjóðkirkjunnar. Formaður fagráðsins, Gunnar Rúnar Matthíasson, segir að í öllum tilvikum sé þolendum bent á sem fyrsta valkost að leita til lögreglu. Ekkert af málunum hafi þó ratað þangað, líklega vegna þess að mörg þeirra séu fyrnd. „Við erum greinilega enn að vinda ofan af fortíðinni og ég vona að við séum að gera það vel," segir Gunnar. Ekki er gerður greinarmunur á því hvort gerendur séu prestar eða gegni öðrum störfum innan kirkjunnar. „Brotin eru ekki síður alvarleg þegar þau verða af hendi þeirra sem hafa minni skyldum að gegna, eins og í æskulýðsstarfi, kórastarfi, safnaðarþjónustu eða öðru," segir Gunnar. „Þó höfum við ekki þurft að sinna mörgum slíkum málum." Gunnar segir að nauðsynlegt sé að vera vakandi fyrir því að gerendur geti verið af báðum kynjum. „Það er eins með þolendur. Þar horfum við ekki á kynferðisþáttinn, heldur þátt ofbeldis og misnotkunar í hverju máli fyrir sig. Og hann vegur jafnt ef einstaklingur í trúnaðarstöðu brýtur á einhverjum sem treystir honum," segir Gunnar. Eitt tilvik var tilkynnt til barnaverndaryfirvalda á síðasta ári og er það ekki eitt af þeim tíu sem komu á borð fagráðsins. Það mál kom upp í æskulýðsstarfi innan kirkjunnar og er gerandinn annar þeirra sem vikið hefur verið úr starfi. - sv
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira