Steingrímur: Þrotlaust strit og púl 23. mars 2011 06:00 Það er til uppörvunar þjóðinni að horfa á þessar útsendingar fyrsta hálftímann,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira
Ríkisstjórnin stendur traustum fótum, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í gær, spurður um stöðu stjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf tveggja liðsmanna úr þingflokki VG. Tilefnið var ummæli, höfð eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, um að stjórnarsamstarfið stæði sterkara eftir. Steingrímur sagði ómaklegt að halda því fram að Össur hefði þar fagnað úrsögn Lilju og Atla. Ríkisstjórnin héldi áfram að axla ábyrgð á verki sem hún hefði náð miklum árangri við. Sumir héldu því fram að vandann mætti leysa með ókeypis töfrabrögðum en það er rangt, segir Steingrímur: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélagi,“ sagði fjármálaráðherra. Þingmenn hlógu undir orðum hans. „Nú hlæja ýmsir,“ sagði Steingrímur þá, „það eru þeir sem lögðu til mykjuna í flórinn.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði ræðuna „Best of…“ Steingríms; fátt hefði gerst síðastliðin tvö ár en hann talaði um hvað ríkisstjórnin ætti erfitt, allt væri öðrum að kenna en nú væri þetta allt að koma. Steingrímur bað menn þá að staldra við og þakka fyrir stöðuna í íslensku samfélagi: „Við búum í tíunda til fimmtánda mesta velmegunarsamfélagi hnattarins í dag, þrátt fyrir hrunið,“ sagði ráðherrann. „Við erum með sterkt samfélag og þróaða og öfluga innviði. Háttvirtir svartsýnis- og bölsýnismenn, sem eru með „himin helltan af myrkri fullan“ hvern dag, svo vitnað sé í gamalt textabrot, þeir ættu að hafa þetta í huga.“ - pg
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Sjá meira