Smókingurinn passar ennþá 20. apríl 2011 23:00 Rúnar Rúnarsson keppir í þriðja sinn á Cannes. Eldfjall kemur bæði til greina sem besta fyrsta mynd og í flokknum Directors’ Fortnight. Fréttablaðið/Valli Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira