Smókingurinn passar ennþá 20. apríl 2011 23:00 Rúnar Rúnarsson keppir í þriðja sinn á Cannes. Eldfjall kemur bæði til greina sem besta fyrsta mynd og í flokknum Directors’ Fortnight. Fréttablaðið/Valli Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira
Rúnar Rúnarsson virðist vera í miklum metum á kvikmyndahátíðinni í Cannes því kvikmynd hans Eldfjall hefur verið valin í tvo keppnisflokka. Þetta er í þriðja sinn sem Rúnar tekur þátt. „Þetta er eins gott og maður þorði að vona; þetta mun hjálpa myndinni að ná til breiðari og stærri hóps,“ segir Rúnar Rúnarsson kvikmyndagerðarmaður. Í gær var tilkynnt að kvikmynd Rúnars, Eldfjall, myndi keppa í tveimur flokkum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Annars vegar keppir hún í Directors’ Fortnight, þar sem stór nöfn á borð við Martin Scorsese, Francis Ford Coppola og George Lucas komu fyrst fram á sjónarsviðið, og hins vegar um Camera d’Or eða fyrir bestu fyrstu kvikmynd leikstjóra. „Síðarnefndu verðlaunin eru hluti af aðalverðlaununum en Directors’ Fortnight er flokkur sem franska leikstjórasambandið stendur fyrir,“ útskýrir Rúnar. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd keppir í flokki Directors’ Fortnight síðan 1984, þegar Atómstöðin eftir Þorstein Jónsson keppti fyrir Íslands hönd. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Rúnar fer á Cannes með kvikmynd sína því hann hefur í tvígang keppt með stuttmyndir sínar. Rúnar á enn smókinginn sem framleiðslufyrirtækið ZikZak fjárfesti í handa honum fyrir þremur árum þegar Smáfuglarnir kepptu um aðalverðlaunin í stuttmyndaflokknum, en slíkur klæðnaður er staðalbúnaður við hátíðleg tilefni á frönsku Rivíerunni. „Ég held að hann passi ennþá og það sé í góðu lagi með hann. Ég hef allavega ekki verið að lenda mikið í slagsmálum í honum, þarf bara að fara með hann í hreinsun.“ Eldfjall er þroskasaga manns sem er á leið á eftirlaun og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu. Með aðalhlutverkin fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannesdóttir en tónlistina gerði Kjartan Sveinsson, oftast kenndur við Sigur Rós. Rúnar segir það einstaka upplifun að frumsýna kvikmynd á Cannes. „Það er virkilega gaman að vera í stóru kvikmyndahúsi og sjá eitthvað sem maður hefur séð þúsund sinnum en í öðrum aðstæðum. Þá er þetta bara eins og maður sé að sjá myndina í fyrsta skipti.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær myndin verður frumsýnd hér á landi en gert er ráð fyrir því að það verði í haust. Rúnar er nú fluttur heim til Íslands eftir áralanga dvöl í Danmörku þar sem hann var við nám en segir að það sé fyrst núna sem hann átti sig á því hvar hann sé. „Konan mín og dóttir eru búnar að koma sér fyrir en ég hef náttúrlega verið á fullu að vinna myndina og er að átta mig á þessu hægt og rólega. Ég hef til að mynda verið að uppgötva að það eru engin kaffihús sem ég get reykt á né neinn bar og það var algjört kúltúrsjokk. Hins vegar er auðvitað gaman að vera kominn nálægt fjölskyldu og vinum.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Sjá meira