Enski boltinn

Berbatov: Auðvitað var þetta víti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berbatov í baráttu við Fabio Aurelio.
Berbatov í baráttu við Fabio Aurelio.

„Auðvitað var þetta vítaspyrna," sagði Búlgarinn Dimitar Berbatov eftir 1-0 sigur Manchester United á Liverpool í dag. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu strax í byrjun leiks eftir að Daniel Agger var dæmdur brotlegur.

Dómurinn er gríðarlega umdeildur en Berbatov er ekki í vafa um að hann hafi verið réttur. „Það var snerting, nægilega mikil til að ég missti jafnvægið. Fólk sem þekkir mig veit að ég læt mig ekki falla af ástæðulausu," sagði Berbatov eftir leik.

Pepe Reina var besti maður vallarins að hans mati. „Mér fannst markvörður þeirra vera bestur. Eitt mark nægði á endanum og það sem mestu máli skiptir er að við fórum áfram," sagði Berbatov.


Tengdar fréttir

Nóg að ræða á kaffistofunum eftir sigur Man Utd á Liverpool

Kenny Dalglish fékk ekki þá byrjun sem hann óskaði þegar Manchester United vann Liverpool 1-0 í enska bikarnum í dag. Þrátt fyrir að vera einum fleiri stærstan hluta leiksins tókst heimamönnum aðeins að skora eitt mark en eru þó komnir áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×