Vill banna fóstureyðingar 23. febrúar 2011 07:00 Á móti fóstureyðingum Justin Bieber er á móti fóstureyðingum, jafnvel í þeim tilvikum þegar konan hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.NordicPHotos/Getty Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone. Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina. Yfir þúsund miðar hafa selst í forsölu hér á landi á frumsýningarhelgi tónlistar- og heimildarmyndarinnar um Justin Bieber, Never Say Never. Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum segir þetta vera nokkuð mikið miðað við íslenskan markað því yfirleitt mæti Íslendingar bara á staðinn og láti sig hafa það að standa í röð. Sigurður Victor, sem er ekki í hinum hefðbundna Bieber-markhópi, segir myndina koma á óvart en bætir því við að hún sé ekki sýnd með íslenskum texta í þrívíddarútgáfunni. Bieber hefur undanfarið verið einn vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi en eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru seldist síðasti diskur hans, My World 2.0, í þrjú þúsund eintökum. Bieber sneri reyndar öllu á hvolf í Bandaríkjunum um helgina þegar bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stone birti ítarlegt viðtal við hann. Þar opinberaði hann að hann væri sannkristinn hægrimaður. Bieber byrjaði viðtalið á því að ráðast gegn bandaríska heilbrigðiskerfinu og stillti sér næst upp við hliðina á þeim sem eru á móti fóstureyðingum. „Ég er á móti þeim, þetta er eins og að drepa lítið barn,“ hefur Rolling Stone eftir poppstjörnunni ungu. Hann heldur síðan áfram á svipuðum slóðum þegar hann er spurður hvort hann sé þá líka á móti fóstureyðingum eftir kynferðislegt ofbeldi. „Auðvitað er slíkt alltaf sorglegt en ég trúi því að allt sem gerist hafi einhvern tilgang. Í þessu tilviki er auðvitað erfitt að koma auga á tilganginn en hann er einhver. Ég hef hins vegar ekki verið í þessari aðstöðu og get því ekki sest í dómarasæti.“ Víst er að þessi ummæli munu vekja misjöfn viðbrögð hjá bandarískum fjölmiðlum enda eru fóstureyðingar eitt eldfimasta málið í bandarísku samfélagi. Samkvæmt New York Daily News er Bieber af sannkristnu fólki kominn og hlaut víst afar strangt kristilegt uppeldi, sem ætti að einhverju leyti að varpa ljósi á orð hans í Rolling Stone.
Lífið Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist