Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir fjórum mönnum sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni í Bryggjuhverfi þann 18. nóvember síðastliðinn hefur verið staðfestur í Hæstarétti. Mennirnir eru allir félagar í mótorhjólaklúbbnum Outlaws og í gæsluvarðhaldskröfunni kemur meðal annars fram að tveir þeirra hafi morguninn eftir árásina farið í felur á sveitabæ í Borgarfirði.
Lögreglan lagði fram myndskeið úr öryggismyndavélum í Hvalfjarðargöngunum máli sínu til stuðnings. Einn hinna grunuðu skal sæta varðhaldi til 16. þessa mánaðar en hinir þrír til 22. desember.
