Innlent

Þrjú börn týndust í Jólaskóginum í Heiðmörk

Jólaskógurinn Fólki býðst að fella sitt eigið jólatré í skógræktarlandinu í Heiðmörk og gera úr því góðan dag með fjölskyldunni.fréttablaðið/anton
Jólaskógurinn Fólki býðst að fella sitt eigið jólatré í skógræktarlandinu í Heiðmörk og gera úr því góðan dag með fjölskyldunni.fréttablaðið/anton
Ungur drengur varð viðskila við foreldra sína í Jólaskóginum í Heiðmörk seinnipartinn í gær. Drengurinn gekk alls sex kílómetra leið að húsi á Vatnsenda þar sem hann knúði dyra og lét vita af sér.

Alls urðu þrjú börn viðskila við foreldra sína í jólatrésleit í Heiðmörk í gær. Hin börnin tvö fundust áður en kallað var til aðstoðar lögreglu og leitarsveita.

„Þetta hefur ekki komið fyrir áður að börn týnist. Svo voru þau þrjú í dag,“ sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, í gær.

Aðstæður voru slæmar í Heiðmörk í gær; slydda, rok og erfið færð. Starfsmaður Skógræktarinnar, sem er vanur björgunarsveitarmaður, fann slóð drengsins utan við þekktar leiðir í skóginum og hafði rakið hana rúman kílómetra þegar drengurinn lét vita af sér.

„Vanur björgunarsveitarmaðurinn átti í vissum erfiðleikum með leiðina sem drengurinn gekk,“ bætti Helgi við.

Björgunarsveitinni var gert viðvart og setti hún af stað víðtæka leit að drengnum vegna slæmra aðstæðna.

„Það er gott að ekki fór verr,“ sagði Helgi að lokum.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×