Innlent

Úlfar keppir um Gourmand

Uppskriftabók Úlfars Eysteinssonar, Úlfar eldar, var nýverið tilnefnd sem framlag Íslands á hinum virtu Gourmand verðlaunum í flokknum besta uppskriftabók matreiðslumeistara.

„Það er mikill heiður að vera tilnefndur til verðlauna í þessari keppni og sannast hér ýr til að vera bæði hollur og bragðgóður," segir Úlfar. Í bókinni eru 30 gómsætir réttir sem miðaðir eru við þarfir fjögurra manna fjölskyldu í huga og enginn þeirra kostar meira en 1.000 krónur í innkaupum. „Matarverð hefur hækkað svo mikið að undanförnu og því skiptir máli að vera hagkvæmur í innkaupum og matreiðslu," segir Úlfar.

Tilnefningar til verðlaunanna voru afhjúpaðar í síðustu viku og voru sex íslenskar matreiðslubækur útnefndar í jafn mörgum flokkum. Um sex þúsund uppskriftabækur bárust keppninni í ár frá 162 löndum, en úrslit keppninnar verða kunngjörð 6. mars 2012 á árlegri Uppskriftabókahátíð sem haldin er í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×