Innlent

Ökumenn bakka á í jólastressinu

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Um tuttugu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu í dag, samkvæmt upplýsingum frá árekstri.is. Það eru töluvert margir árekstrar miðað við það sem gengur og gerist.

Flestir árekstranna í dag urðu á bílastæðum við stórverslanir, þar sem ökumenn bökkuðu á hvorn annan. „Eflaust stressið sem fylgir jólagleðinni," segir starfsmaður hjá fyrirtækinu í samtali við fréttastofu nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×