Lífið

Wilco ver pabbarokkstimpilinn

Hljómsveitin Wilco er sögð spila pabbarokk og meðlimirnir skammast sín ekki fyrir það.
Hljómsveitin Wilco er sögð spila pabbarokk og meðlimirnir skammast sín ekki fyrir það. Nordicphotos/Getty
Hljómsveitin Wilco sendi nýverið frá sér níundu plötu sína. Meðlimir hljómsveitarinnar eru allir menn á besta aldri, sem hefur orðið til þess að gagnrýnendur kalla tónlist þeirra pabbarokk. Jeff Tweedy, forsprakki Wilco, sér ekkert athugavert við það. „Þegar fólk segir pabbarokk er það bara að meina rokk,“ segir Tweedy í viðtali við tímaritið Men‘s Journal. „Þegar fólk heyrir eitthvað sem því finnst vera einhvers konar framhald af rokksiðum fortíðarinnar er það kallað pabbarokk. Mér finnst þetta fólk hafa verið afvegaleitt. Mér finnst ekkert slæmt við að vera pabbi eða rokkari.“

Annars virðast gagnrýnendur hafa lítið á móti pabbarokki Wilco. Platan er með 85 af 100 mögulegum í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com og fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum í miðlum á borð við Guardian og BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×