Innlent

Ammoníaksleki á Fiskislóð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Fiskislóð 34 í kvöld vegna gruns um ammoníaksleka.

Leki varð í sama húsnæði fyrir um tveimur vikum síðan en tilvikið er ekki sambærilegt og var minniháttar. Ein stöð frá slökkviliðinu fór á staðinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×