Innlent

Fuglar taldir í sextugasta sinn

Langtímabreytingar á stofnum eru metnar með vetrarfuglatalningu. Fréttablaðið/Valli
Langtímabreytingar á stofnum eru metnar með vetrarfuglatalningu. Fréttablaðið/Valli
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fer fram helgina 7. til 8. janúar næstkomandi.

„Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig. Eins nýtast upplýsingarnar til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra fuglategunda,“ segir á vef stofnunarinnar.

Talning vetrarfugla var hafin í desember 1952 og þessi því sú sextugasta í röðinni. Frekari upplýsingar um talninguna eru á vefnum www.ni.is. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×