Innlent

Borgaraleg handtaka í Reykjavík

Um klukkan fimm í dag framkvæmdu nokkrir menn borgaralega handtöku vestan við Hofsvallagötu á gatnamótum Hringbrautar í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ók maður á annan bíl og virðist sem maðurinn hafi ætlað að keyra í burt af vettvangi. Lögreglan segir að nokkrir menn hafi haldið manninum föngum þar til lögreglan kom á svæðið, en hún ku hafa verið fljót á staðinn þannig að engin átök brutust út. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Engin slys urðu á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×