Innlent

Icesave vistað hjá Össuri

Funduðu um forræði í Icesave-dómsmálinu.
Funduðu um forræði í Icesave-dómsmálinu.
Ráðuneytisstjórar forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins ásamt sérfræðingi í málefnum EFTA-dómstólsins mættu í gær á fund utanríkismálanefndar Alþingis til að skýra hvaða ráðuneyti hafi forræði í samskiptum Íslands við ESA vegna Icesave-dómsmálsins. Sögðu þeir málið heyra undir utanríkisráðherra.

Það hefur hins vegar um skeið verið unnið í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu sem verður nú í samstarfi við utanríkisráðuneytið um dómsmálið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks auk Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur úr VG bókuðu að málið ætti að vera áfram hjá efnahags- og viðskiptaráðherra.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×