Innlent

Einn tekinn úr umferð á Akureyri

Einn ökumaður var tekinn úr umferð af lögreglunni á Akureyri vegna gruns um að aka undir áhrifum fíkniefna í nótt. Að öðru leyti var nóttin fremur tíiðindalítil hjá lögreglu og slökkviliði um land allt.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var þó svolítill erill í Hafnarfirði og í Garðabæ vegna ölvunar. Þá varð lítilsháttar umferðaróhapp á Reykjanesbraut í morgun þegar bíll rann útaf veginum og hafnaði á vegriði. Engan sakaði þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×