Innlent

Utanríkisráðherra mun bera ábyrgð á Icesave málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra mun hafa stjórnskipulega umsjón með málarekstri Íslendinga í Icesave málinu þegar það verður rekið fyrir EFTA dómstólnum. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Deilt hefur verið um málið að undanförnu meðal annars á Alþingi, en stjórnarandstæðingar, bæði í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki hafa lagt á það áherslu að Árni Páll Árnason, sem hafði umsjón með málinu áður en Eftirlitsstofnun EFTA ákvað að kæra, yrði áfram með málið á sinni könnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×