Innlent

Falsaður þúsundkall í banka

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint mynd/stefán karlsson
Lögreglunni á Selfossi barst nýverið tilkynning um falsaðan þúsund króna seðil sem fannst innan um aðra þúsund króna seðla í bankaútibúi á Selfossi. Ekki er vitað hvenær né með hvaða hætti seðillinn barst til bankans. Engin önnur tilvik hafa komið til lögreglu og virðist því sem um eitt einstakt tilvik sé að ræða.

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um þessi mál að hafa samband í síma 480 1010.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×