Segir gagnrýni á efnahagsbrotadeild snúa að yfirstjórn RLS Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 13:00 Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrota. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, segist hafa fengið þau svör hjá Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, að gagnrýni hans beindist að yfirstjórn RLS, og þar með Haraldi Johannessen. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra verður lögð niður formlega á fimmtudaginn í næstu viku því þá mun embættið sameinast embætti sérstaks saksóknara samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Í minnisblaði sem Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari unnu í febrúar síðastliðnum kemur fram að efnahagsbrotadeild skorti faglega yfirstjórn og metnað og að of mörg mál hafi dagað þar uppi. Í minnisblaðinu er getið skýrslu Sigríðar Elsu um stöðu efnahagsbrotadeildarinnar frá því í október í fyrra. Skýrslan var unnin því ráðamenn höfðu áhyggjur af gangi mála sem kærð höfðu verið þangað vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál, að því er fram kemur í Fréttatímanum í dag. Þar kom m.a. fram að meðferð mála stöðvaðist eftir að búið var að ákveða að taka þau til rannsóknar þar sem mál voru fleiri en rannsakendur gátu ráðið við. Þess var getið að níu mál vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál væru í deildinni en aðeins eitt hefði verið tekið til rannsóknar. Fréttatíminn greinir jafnframt frá því að Valtýr og Sigríður Elsa minnist einnig í minnisblaðinu á tölvupóst Egils Stephensen, lögfræðings hjá tollstjóraembættinu, frá því í október síðastliðnum þar sem bent var á að flest mál, sem send hefðu verið til efnahagsbrotadeildarinnar, hefði dagað uppi. Getið var niðurfellingar umfangsmikils tollsvikamáls eftir fimm ára rannsókn þar sem sönnunarstaða hefði verið góð. Meðal annars á grundvelli fyrrnefndra gagna, þ.e umsagnar starfsmanna ríkissaksóknara, ákvað innanríkisráðherra að fara að ráðum embættismanna og sameina efnahagsbrotadeildina sérstökum saksóknara. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafa tafir á rannsókn gjaldeyrismálum valdið sakborningum miklu óhagræði. Einn einstaklingur sem hafði réttarstöðu sakbornings í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild vegna meintra brota á gjaldeyrislögum var boðaður í skýrslutöku fyrir einu og hálfu ári, en hvorki hann né verjandi hans höfðu neinar upplýsingar fengið eftir það um framvindu rannsóknarinnar, sem hafði verið kynnt á vel auglýstum blaðamannafundi. Helgi Magnús Gunnarsson veitti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007 en var í leyfi frá þeim störfum frá síðastliðnu hausti er hann var kosinn varasaksóknari Alþingis. Þar á undan var Jón HB Snorrason yfir deildinni.Segir minnisblaðið grundvallast af ómálefnalegum forsendum Helgi Magnús segist hafa frétt af efni minnisblaðsins áður en það birtist í fjölmiðlum og verið nokkuð ósáttur við þá gagnrýni sem þar kemur fram. Hann segir auk þess hluta þess byggjast á ómálefnalegum forsendum. Mér var kunnugt um þetta minnisblað, sem ég hef ýmsar athugasemdir við og tel nú ekki vera vel unnið, eins og sést reyndar á þessari frétt sem birtist (í Fréttatímanum innsk.blm)." Helgi segist hafa spurt Valtý Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknara um málið. „Ég spurði hann hvort hann teldi mín störf ekki vera unnin af fagmennsku og ég fékk nú þau svör að þessi gagnrýni í minnisblaðinu beindist að yfirstjórn embættis ríkislögreglustjóra og fjármálastjórn. Það lá nú fyrir á þeim tíma að vorum búin að vera undirmönnuð þrátt fyrir 100 prósent aukningu mála, í rúmt ár um tvær, þrjár stöður. Það var farið að bitna á starfsemi deildarinnar og það var ekki mín ákvörðun eða með mínum vilja að því var fyrirkomið með þeim hætti," segir Helgi Magnús, en Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Þannig að þú lítur ekki á þá gagnrýni sem kemur fram í minnisblaðinu sem beina gagnrýni á þín störf fyrir embættið? „Menn geta gagnrýnt hvað sem er, en ég fékk þessi svör og ég hef ekki ástæðu til að ætla að ég hafi neitt til að skammast mín fyrir. Við skulum bara horfa á árangur deildarinnar. Síðustu þrjú árin sem ég var með deildina, 2008-2010, voru gefnar út fleiri ákærur en nokkru sinni áður í rekstri deildarinnar. Árið 2008 voru þær fjörutíu og tvær, fjörutíu og sjö á árinu 2009 og sextíu og tvær í fyrra. Þannig að ég menn ættu nú að vera að horfa á árangurinn en ekki vitna í tölvupósta, eins og þennan póst Egils Stephensen, sem hafði ekki einu sinni fyrir því að kæra ákvörðun okkar um niðurfellingu en hann hefði þá gefið okkur færi á að rökstyðja hana og ríkissaksóknara að snúa henni við hefði hún verið röng. Þannig að mér sýnist þetta vera byggt á mjög ómálefnalegum nálgunum á málin þegar hægt er að fara með þau í lögboðinn farveg og fá málunum hrundið. Ég tel ekki við höfum fellt niður mál sem hefðu getað leitt til sakfellingar. Það er af og frá," segir Helgi Magnús. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi saksóknari efnahagsbrotadeildar, segist hafa fengið þau svör hjá Valtý Sigurðssyni, fyrrverandi ríkissaksóknara, að gagnrýni hans beindist að yfirstjórn RLS, og þar með Haraldi Johannessen. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skorti faglega yfirstjórn og metnað. Þá döguðu of mörg mál þar uppi þótt rannsókn þeirra hefði tekið langan tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði ríkissaksóknara til innanríkisráðherra. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra verður lögð niður formlega á fimmtudaginn í næstu viku því þá mun embættið sameinast embætti sérstaks saksóknara samkvæmt lögum sem þá taka gildi. Í minnisblaði sem Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari og Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari unnu í febrúar síðastliðnum kemur fram að efnahagsbrotadeild skorti faglega yfirstjórn og metnað og að of mörg mál hafi dagað þar uppi. Í minnisblaðinu er getið skýrslu Sigríðar Elsu um stöðu efnahagsbrotadeildarinnar frá því í október í fyrra. Skýrslan var unnin því ráðamenn höfðu áhyggjur af gangi mála sem kærð höfðu verið þangað vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál, að því er fram kemur í Fréttatímanum í dag. Þar kom m.a. fram að meðferð mála stöðvaðist eftir að búið var að ákveða að taka þau til rannsóknar þar sem mál voru fleiri en rannsakendur gátu ráðið við. Þess var getið að níu mál vegna brota gegn lögum um gjaldeyrismál væru í deildinni en aðeins eitt hefði verið tekið til rannsóknar. Fréttatíminn greinir jafnframt frá því að Valtýr og Sigríður Elsa minnist einnig í minnisblaðinu á tölvupóst Egils Stephensen, lögfræðings hjá tollstjóraembættinu, frá því í október síðastliðnum þar sem bent var á að flest mál, sem send hefðu verið til efnahagsbrotadeildarinnar, hefði dagað uppi. Getið var niðurfellingar umfangsmikils tollsvikamáls eftir fimm ára rannsókn þar sem sönnunarstaða hefði verið góð. Meðal annars á grundvelli fyrrnefndra gagna, þ.e umsagnar starfsmanna ríkissaksóknara, ákvað innanríkisráðherra að fara að ráðum embættismanna og sameina efnahagsbrotadeildina sérstökum saksóknara. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafa tafir á rannsókn gjaldeyrismálum valdið sakborningum miklu óhagræði. Einn einstaklingur sem hafði réttarstöðu sakbornings í rannsókn hjá efnahagsbrotadeild vegna meintra brota á gjaldeyrislögum var boðaður í skýrslutöku fyrir einu og hálfu ári, en hvorki hann né verjandi hans höfðu neinar upplýsingar fengið eftir það um framvindu rannsóknarinnar, sem hafði verið kynnt á vel auglýstum blaðamannafundi. Helgi Magnús Gunnarsson veitti efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra forstöðu frá árinu 2007 en var í leyfi frá þeim störfum frá síðastliðnu hausti er hann var kosinn varasaksóknari Alþingis. Þar á undan var Jón HB Snorrason yfir deildinni.Segir minnisblaðið grundvallast af ómálefnalegum forsendum Helgi Magnús segist hafa frétt af efni minnisblaðsins áður en það birtist í fjölmiðlum og verið nokkuð ósáttur við þá gagnrýni sem þar kemur fram. Hann segir auk þess hluta þess byggjast á ómálefnalegum forsendum. Mér var kunnugt um þetta minnisblað, sem ég hef ýmsar athugasemdir við og tel nú ekki vera vel unnið, eins og sést reyndar á þessari frétt sem birtist (í Fréttatímanum innsk.blm)." Helgi segist hafa spurt Valtý Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknara um málið. „Ég spurði hann hvort hann teldi mín störf ekki vera unnin af fagmennsku og ég fékk nú þau svör að þessi gagnrýni í minnisblaðinu beindist að yfirstjórn embættis ríkislögreglustjóra og fjármálastjórn. Það lá nú fyrir á þeim tíma að vorum búin að vera undirmönnuð þrátt fyrir 100 prósent aukningu mála, í rúmt ár um tvær, þrjár stöður. Það var farið að bitna á starfsemi deildarinnar og það var ekki mín ákvörðun eða með mínum vilja að því var fyrirkomið með þeim hætti," segir Helgi Magnús, en Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. Þannig að þú lítur ekki á þá gagnrýni sem kemur fram í minnisblaðinu sem beina gagnrýni á þín störf fyrir embættið? „Menn geta gagnrýnt hvað sem er, en ég fékk þessi svör og ég hef ekki ástæðu til að ætla að ég hafi neitt til að skammast mín fyrir. Við skulum bara horfa á árangur deildarinnar. Síðustu þrjú árin sem ég var með deildina, 2008-2010, voru gefnar út fleiri ákærur en nokkru sinni áður í rekstri deildarinnar. Árið 2008 voru þær fjörutíu og tvær, fjörutíu og sjö á árinu 2009 og sextíu og tvær í fyrra. Þannig að ég menn ættu nú að vera að horfa á árangurinn en ekki vitna í tölvupósta, eins og þennan póst Egils Stephensen, sem hafði ekki einu sinni fyrir því að kæra ákvörðun okkar um niðurfellingu en hann hefði þá gefið okkur færi á að rökstyðja hana og ríkissaksóknara að snúa henni við hefði hún verið röng. Þannig að mér sýnist þetta vera byggt á mjög ómálefnalegum nálgunum á málin þegar hægt er að fara með þau í lögboðinn farveg og fá málunum hrundið. Ég tel ekki við höfum fellt niður mál sem hefðu getað leitt til sakfellingar. Það er af og frá," segir Helgi Magnús. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira