Wilshere vill spila með U-21 liði Englands í sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 09:32 Jack Wilshere, til hægri, í leik með enska A-landsliðinu gegn Wales um helgina. Nordic Photos / Getty Images Skiptar skoðanir eru um þátttöku þeirra Jack Wilshere og Andy Carroll með U-21 landsliði Englands á EM í Danmörku í sumar. Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um málið í dag en sjálfur segist Wilshere vilja spila á mótinu. The Sun tekur málið upp á baksíðu í dag og segir að Stuart Pearce, þjálfari U21-landsliðs Englands, vilji stilla upp sínu sterkasta liði í Danmörku í sumar. Samkvæmt blaðinu nýtur hann stuðnings Fabio Capello, þjálfara A-landsliðs Englands. Ísland keppir sem kunnugt er á sama móti en er þó ekki í sama riðli og England. Þeir Kenny Dalglish, þjálfari Carroll hjá Liverpool, og Arsene Wenger, þjálfari Wilshere hjá Arsenal, eru sagðir ekki spenntir fyrir því að láta sína leikmenn taka þátt í mótinu. Bent er á það í The Guardian í dag að ef Wilshere spilar alla leiki Arsenal til loka tímabilsins auk A-landsleiks Englands gegn Sviss í byrjun júní verður hann búinn að spila 53 leiki á tímabilinu. EM U-21 liða í Danmörku hefst þann 11. júní og stendur yfir í tvær vikur. Blaðamennirnir Richard Williams hjá The Guardian og Martin Samuel hjá Daily Mail styðja hugmyndir Pearce um að stilla upp sterkasta mögulega liðinu á þessu móti. Englendingar, rétt eins og Spánverjar og Þjóðverjar hafa gert í mörg ár, eiga að reyna að vinna mótið og koma á sigurhefð hjá þessum leikmönnum en enska landsliðið hefur ekki fagnað sigri á stórmóti í knattspyrnu síðan 1966. „Þetta er alþjóðlegur fótbolti og ég vil taka þátt í öllum landsleikjum sem ég á möguleika á að spila," sagði Wilshere í samtali við enska fjölmiðla í dag. „En þetta er undir þeim Stuart Pearce og Fabio Capello komið. Þeir munu ræða saman og ákveða hvað er best fyrir mig." „Ég ræði reglulega við Wenger og mun gera það aftur. Ég er viss um að Stuart Pearce og Fabio Capello munu einnig ræða við hann." Sjálfur segir Capello að þetta mál sé undir þeim Pearce og Wenger komið. „Ég hef heyrt að leikmaður Barcelona vilji spila á þessu móti en þetta verða þeir Stuart Pearce og Arsene Wenger að ákveða." Fótbolti Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um þátttöku þeirra Jack Wilshere og Andy Carroll með U-21 landsliði Englands á EM í Danmörku í sumar. Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um málið í dag en sjálfur segist Wilshere vilja spila á mótinu. The Sun tekur málið upp á baksíðu í dag og segir að Stuart Pearce, þjálfari U21-landsliðs Englands, vilji stilla upp sínu sterkasta liði í Danmörku í sumar. Samkvæmt blaðinu nýtur hann stuðnings Fabio Capello, þjálfara A-landsliðs Englands. Ísland keppir sem kunnugt er á sama móti en er þó ekki í sama riðli og England. Þeir Kenny Dalglish, þjálfari Carroll hjá Liverpool, og Arsene Wenger, þjálfari Wilshere hjá Arsenal, eru sagðir ekki spenntir fyrir því að láta sína leikmenn taka þátt í mótinu. Bent er á það í The Guardian í dag að ef Wilshere spilar alla leiki Arsenal til loka tímabilsins auk A-landsleiks Englands gegn Sviss í byrjun júní verður hann búinn að spila 53 leiki á tímabilinu. EM U-21 liða í Danmörku hefst þann 11. júní og stendur yfir í tvær vikur. Blaðamennirnir Richard Williams hjá The Guardian og Martin Samuel hjá Daily Mail styðja hugmyndir Pearce um að stilla upp sterkasta mögulega liðinu á þessu móti. Englendingar, rétt eins og Spánverjar og Þjóðverjar hafa gert í mörg ár, eiga að reyna að vinna mótið og koma á sigurhefð hjá þessum leikmönnum en enska landsliðið hefur ekki fagnað sigri á stórmóti í knattspyrnu síðan 1966. „Þetta er alþjóðlegur fótbolti og ég vil taka þátt í öllum landsleikjum sem ég á möguleika á að spila," sagði Wilshere í samtali við enska fjölmiðla í dag. „En þetta er undir þeim Stuart Pearce og Fabio Capello komið. Þeir munu ræða saman og ákveða hvað er best fyrir mig." „Ég ræði reglulega við Wenger og mun gera það aftur. Ég er viss um að Stuart Pearce og Fabio Capello munu einnig ræða við hann." Sjálfur segir Capello að þetta mál sé undir þeim Pearce og Wenger komið. „Ég hef heyrt að leikmaður Barcelona vilji spila á þessu móti en þetta verða þeir Stuart Pearce og Arsene Wenger að ákveða."
Fótbolti Mest lesið Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira